Endurskoðun Aðalskipulags Mosfellsbæjar - Athugasemdir LHM

Lógo MosfellsbæjarLagt var til að gert yrði ráð fyrir stíg sunnan Vesturlandsvegar frá undirgöngum við Skálatún og að undirgöngum við Varmá. Bent var á að stígur í þessari legu kemur í beinu framhaldi af stígum sem fyrir eru og skapar greiða og auðrataða leið í gegnum bæinn.

Einnig var lagt til að gert yrði ráð fyrir aðalstíg eða stígum yfir Leirvogsá til Kjalarneshluta Reykjavíkur. Annað hvort austan við Vesturlandsveg frá mislægum gatnamótum við Tungumela og/eða frá aðalstíg í Leirvogstungu áfram í norður og yfir Leirvogsá. Bent var á að nauðsynlegt væri að gera ráð fyrir tengingum fyrir stíga yfir sveitarfélagamörkin um Leirvogsá því reikna verður með að lagður verði stígur meðfram Vesturlandsvegi upp á Kjalarnes.

Mosfellsbær féllst í svari sínu á seinni tillöguna en hafnaði hinni fyrri með þeim rökum að stígur norðan við Vesturlandsveg þjónar betur innri umferð gangandi og hjólandi bæjarbúa. Einnig yrði stígur sunnan Vesturlandsvegar dýr og mikil framkvæmd vegna landslags.

Þessi rök eru skiljanleg að dómi LHM og útiloka svo sem alls ekki að leiðin í gegnum bæinn verði þægileg, greið og auðrötuð. Til þess þarf þó að huga vel að hönnun stígsins þegar hann verður færður miðað við forsendur um tvöföldun Vesturlandsvegar frá Langatanga að Skarhólabraut og merkja leiðina vel.

Bréf LHM.

Svarbréf Mosfellsbæjar.

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.