Brú yfir Fossvog deiliskipulag

Á fundi skipulagsráðs Kópavogs 1. október 2018, bæjarstjórnar Kópavogs 9. október 2018, skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur 14. nóvember 2018 og borgarráðs Reykjavíkur  22. nóvember 2018 var samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir lagningu brúar yfir Fossvog. Í tillögunni er gert ráð fyrir um 270 m langri brú yfir voginn frá Kársnesi, nánar tiltekið frá norðurenda Bakkabrautar að flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar. Markmið tillögunar er að bæta samgöngutengingar milli Reykjavíkur og Kópavogs og styðja við vistvæna samgöngukosti. Brúin verður fyrir umferð gangandi, hjólandi og almenningssamgöngur. Tillagan gerir einnig ráð fyrir landfyllingu undir brúarendum beggja megin.  Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2500 ásamt skýringarmyndum og greinargerð með umhverfisskýrslu dags. 1. október 2018.
 

  Auglýsing á vef Reykjavíkurborgar.

  Tillaga uppdráttur
 
  Bréf til LHM með útskrift úr gerðarbók skipulags- og samgönguráðs frá 14. nóvember varðandi Fossvogur brú.

Landssamtök hjólreiðamanna gerðu umsögn um deiliskipulagið með vísan til fyrri umsagna LHM um sama mál.
 
  Umsögn LHM um deiliskipulagið 8. janúar 2019
 
 Umsögn LHM um tillögu 20. júní 2018
 

 

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.