Brú yfir Fossvog deiliskipulag

 

LHM gerði umsögn um auglýsta tillögu að nýju deiliskipulagi í Reykjavík og Kópavogi fyrir brú yfir Fossvog þann 8. janúar 2019.
Á fundi skipulagsráðs Kópavogs 1. október 2018, bæjarstjórnar Kópavogs 9. október 2018, skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur 14. nóvember 2018 og borgarráðs Reykjavíkur  22. nóvember 2018 var samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir lagningu brúar yfir Fossvog. Í tillögunni er gert ráð fyrir um 270 m langri brú yfir voginn frá Kársnesi, nánar tiltekið frá norðurenda Bakkabrautar að flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar. Markmið tillögunar er að bæta samgöngutengingar milli Reykjavíkur og Kópavogs og styðja við vistvæna samgöngukosti. Brúin verður fyrir umferð gangandi, hjólandi og almenningssamgöngur. Tillagan gerir einnig ráð fyrir landfyllingu undir brúarendum beggja megin.  Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2500 ásamt skýringarmyndum og greinargerð með umhverfisskýrslu dags. 1. október 2018.
 

  Auglýsing á vef Reykjavíkurborgar.

  Tillaga uppdráttur
 
  Bréf til LHM með útskrift úr gerðarbók skipulags- og samgönguráðs frá 14. nóvember varðandi Fossvogur brú.

Landssamtök hjólreiðamanna gerðu umsögn um deiliskipulagið með vísan til fyrri umsagna LHM um sama mál.
 
  Umsögn LHM um deiliskipulagið 8. janúar 2019
 
 Umsögn LHM um tillögu 20. júní 2018