LHM gerði umsögn um samgönguáætlanir á samráðsgáttinni og hjá Alþingi og má sjá þær hér að neðan. Samgönguáætlanirnar eru byggðar á fyrri áætlunum, sem voru lagðar fram á haustþingi 2018, sem LHM gerði einnig umsögn um, sjá tengil hér að neðan.
Samgöngáætlanir eru lagðar fram sem þingsályktunartillögur og eru áætlanir stjórnvalda um stefnu og fjárveitingar í samgöngumálum. Þær á að endurnýja á þriggja ára fresti.
Talsverð breyting varð á samgönguáætlunum frá samráði 2018 að samráðinu 2019 því búið er að taka inn samgöngusáttmála ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Fjárveitingar til göngu- og hjólreiðastíga hafa verið auknar mikið með samgöngusáttmálanum. Upphæðirnar sem eiga að renna til göngu og hjólreiða eru teknar hér saman í töflu.
1. tímabil 2020-2024 | 2. tímabil 2024-2029 | 3. tímabil 2030-2034 | Samtals | |
Samgöngusáttmáli (höfuðborgarsvæðið) | 3.360 | 1.680 | 960 | 6.000 |
Sameiginlegt (landsbyggðin) | 1.216 | 1.500 | 1.750 | 4.466 |
Göngubrýr og undirgöng (höfuðborgarsvæðið) | 750 | 750 | 600 | 2.100 |
Samtals | 5.326 | 3.930 | 3.310 | 12.566 |
Í drögum að samgönguáætlun á haustþingi 2018, áður en samgöngusáttmálinn var tekin inn, voru upphæðir svipaðar og í línunum „Sameiginlegt“ og „Göngubrýr og undirgöng“, sem runnu til framkvæmda á landinu öllu. Með samgöngusáttmálanum eru framlög ríkisins til göngu og hjólastíga tæplega tvöfaldað og framlögin yfir 15 ára tímabil aukið um 6.000 milljónir. Í umsögn um samgönguáætlun á haustþingi 2018 lögðu LHM til að upphæðir til göngu- og hjólatíga myndu nema um 10% af framlögum til nýframkvæmda við vegi og að samtals myndu framlög ríkisins til þeirra nema 13.500 milljónum á 15 ára tímabili samgönguáætlunar. Þessi upphæð nemur nú 12.566 milljónum sbr. töfluna. Segja má að LHM geti vel við unað að sinni með tvöföldun framlaga þótt upphæðin nái líkleg ekki að vera 10% af nýframkvæmdum við vegi.
- Samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda.
- Bæta loftgæði í helstu þéttbýliskjörnum.
- Draga úr svifryki.
- Minnka umferðarhávaða.
- Bæta lýðheilsu.
- Bæta borgarbrag.
- Gjaldeyrissparnaði vegna minni innflutnings á olíu og bensíni.
- Minnka þörf á uppbyggingu gatnakerfisins og viðhaldi þess.
Samgönguáætlun var síðast lögð fram á Alþingi á haustþingi 2018 og er umfjöllun LHM um hana hér:
Samgöngusáttmáli ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Samgönguáætlun á samráðsgátt stjórnvalda:
Umsögn LHM um samgönguáætlun á samráðsgáttinni:
Samgönguáætlun á haustþingi 2019. Fimm ára áætlunin: Fimmtán ára áætlunin:
Umsögn LHM um samgönguáætlun á haustþingi 2019:
Athugasemd LHM við umsögn Samtaka um betri byggð við Samgönguáætlun 16. mars 2020..