Umsagnir LHM um samgönguáætlanir haustið 2018

 

Haustið 2018 voru lagðar fram samgönguáætlanir á Alþingi til fimm ára og fimmtán ára. LHM gerði umsagnir um báðar.

Samgönguáætlanir eru þingsályktanir sem binda hendur framkvæmdavaldsins eða fela því ákveðin verkefni með ákveðnu fjármagni.

Í upphafi samgönguáætlunar segir:
Alþingi ályktar, sbr. lög um samgönguáætlun, nr. 33/2008, að fram til ársins 2033 skuli unnið að samgöngumálum í samræmi við áætlun þessa sem felur í sér: 
     a.      stefnu í samgöngumálum og helstu markmið sem vinna skal að, 
     b.      skilgreiningu á grunnneti samgöngukerfisins sem nær til alls landsins og er ætlað að tryggja landsmönnum greiðar samgöngur, 
     c.      áætlun um fjáröflun til samgöngumála, 
     d.      yfirlit um útgjöld til allra helstu þátta í rekstri samgöngustofnana, svo og viðhalds, öryggismála og nýframkvæmda á sviði flugmála, siglingamála og vegamála. Fjárhæðir eru á verðlagi frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2019 og eru í milljónum króna. 
    Áætlun þessi skal taka mið af og vera hluti af heildstæðri samþættri stefnu í samgöngumálum, fjarskiptamálum, byggðamálum og málefnum sveitarfélaga og gerð í samræmi við samþykktar áætlanir á vegum Alþingis og ríkisstjórnar. 

 

Vefur Alþingis með alla málsmeðferð þingsins og umsagnir:

  Fimm ára samgönguáætlun 2019–2023. 

  Fimmtán ára samgönguáætlun 2019–2033.

  Umsögn LHM um fimm ára samgönguáætlun 2019–2023.

  Umsögn LHM um fimmtán ára samgönguáætlun 2019–2033.

Helstu atriðin í umsögnum LHM er meðal annars að lagt er til að;

  1. LHM mælast til þess að lagt verði fyrir Alþingi þingsályktunartillaga um Hjólreiðaáætlun eða Áætlun um vistvæna samgöngumáta. Hún verði endurskoðuð á sama tíma og samgönguáætlun og fjárhæðir samgönguáætlunar taki tillit til áherslna stjórnvalda í hjólreiðaáætlun eða áætlun um vistvæna samgöngumáta. Í áætlun stjórnvalda um vistvænar samgöngur verði mörkuð stefna um hlutdeild (modal split) vistvænna samgöngumáta af heildarferðafjölda.
  2. Meira fé verið lagt í nýframkvæmdir fyrir vistvæna samgöngumáta. LHM leggja til að þetta hlutfall verði hækkað upp í um 10% af nýframkvæmdum við vegi. 
Margvíslegar aðrar tillögur og athugasemdir eru í umsögnunum sem má lesa í tenglum hér að ofan.