Deililskipulag Hlemmur, reitur 1.240.0

Skipulagið felur í sér endurskipulagningu svæðisins fyrir forgangsakreinar hágæða almenningssamgangna, ný gatnamót við Snorrabraut/Bríetartún, nýtt torg og göngugötur, afmörkun byggingarreits fyrir flutningshúsið Norðurpól og ný létt mannvirki fyrir verslun og þjónustu og ný afmörkun deiliskipulagsreita á svæðinu. Síðast en ekki síst festir skipulagið í sessi hjólastíga sem tengja saman stíga á Hverfisgötu og á Laugavegi austan Katrínartúns. Frekari útfærsla er líka á hjólastígum í Borgartúni og á Snorrabraut.
 
Landssamtök hjólreiðamanna eru mjög hlynnt þessu breytta skipulagi og leggja til að það verði samþykkt. 
 
Samtökin lögðu til tvær breytingar eða skýringar á deiliskipulaginu.
 
  1. Lagt er til að leyfa hjólreiðar gegn einstefnuakstri í Grettisgötu (og Miðtúni og Samtúni) og verði hönnun og merkingar miðuð við það.
  2. Lagt er til að hafa sólarhringsgjaldskyldu á öllum bílastæðum á borgarlandi og sólarhringsopnun í bílastæðahúsum.

  Deiliskuplagið auglýst með greinargerð og umferðarskýrslu.

  Umsögn LHM.

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.