Brú yfir Fossvog – deiliskipulag lýsing

Í lýsingu kemur fram að markmið fyrirhugaðs deiliskipulags er að tengja Kársnesið í Kópavogi og strandsvæðið í Reykjavík meðfram Fossvogi og Nauthólsvík með nýrri þverun brúar yfir Fossvog við aðliggjandi byggð. Jafnframt er verið að efla vistvæna samgönguvalkosti á svæðinu ásamt því að stytta ferðalengdir, dreifa umferðarálagi á fleiri leiðir og styðja við fjölbreyttara val á ferðamáta. Áherslur eru í samræmi við aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, aðalskipulag Kópavogsbæjar 2012-2024 og Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040. Áætlað er að með brúartengingunni muni umferðarþungi á aðliggjandi stofn- og tengibrautum minnka að því leiti að umferð dreifist á fleiri samgöngumáta og samgöngutengingar en er í dag. Skipulagsvinnan er samstarfsverkefni Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar í samvinnu við Vegagerðina. Gert er ráð fyrir góðu samráði við hagmunaraðila á svæðinu.
 
Tillögu að lýsingu skipulags má nálgast hér:  Lýsing skipulags.
 
Umsögn LHM um lýsingu skipulagsins er hér: Umsögn lýsingar.

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.