Brú yfir Fossvog – deiliskipulag lýsing

Umsagnarnefnd Landssamtaka hjólreiðamanna (LHM) hefur skoðað lýsingu deiliskipulags fyrir brú yfir Fossvog fyrir gangandi, hjólandi og almenningsvagna sem Reykjavíkurborg auglýsti með athugasemdarfresti til 20. apríl 2017.  Samtökin gerðu eftirfarandi umsögn um skipulagslýsinguna.

Í lýsingu kemur fram að markmið fyrirhugaðs deiliskipulags er að tengja Kársnesið í Kópavogi og strandsvæðið í Reykjavík meðfram Fossvogi og Nauthólsvík með nýrri þverun brúar yfir Fossvog við aðliggjandi byggð. Jafnframt er verið að efla vistvæna samgönguvalkosti á svæðinu ásamt því að stytta ferðalengdir, dreifa umferðarálagi á fleiri leiðir og styðja við fjölbreyttara val á ferðamáta. Áherslur eru í samræmi við aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, aðalskipulag Kópavogsbæjar 2012-2024 og Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040. Áætlað er að með brúartengingunni muni umferðarþungi á aðliggjandi stofn- og tengibrautum minnka að því leiti að umferð dreifist á fleiri samgöngumáta og samgöngutengingar en er í dag. Skipulagsvinnan er samstarfsverkefni Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar í samvinnu við Vegagerðina. Gert er ráð fyrir góðu samráði við hagmunaraðila á svæðinu.
 
Tillögu að lýsingu skipulags má nálgast hér:  Lýsing skipulags.
 
Umsögn LHM um lýsingu skipulagsins er hér: Umsögn lýsingar.