Brú yfir Fossvog – deiliskipulag lýsing

Umsagnarnefnd Landssamtaka hjólreiðamanna (LHM) hefur skoðað lýsingu deiliskipulags fyrir brú yfir Fossvog fyrir gangandi, hjólandi og almenningsvagna sem Reykjavíkurborg auglýsti með athugasemdarfresti til 20. apríl 2017.  Samtökin gerðu eftirfarandi umsögn um skipulagslýsinguna.

Í lýsingu kemur fram að markmið fyrirhugaðs deiliskipulags er að tengja Kársnesið í Kópavogi og strandsvæðið í Reykjavík meðfram Fossvogi og Nauthólsvík með nýrri þverun brúar yfir Fossvog við aðliggjandi byggð. Jafnframt er verið að efla vistvæna samgönguvalkosti á svæðinu ásamt því að stytta ferðalengdir, dreifa umferðarálagi á fleiri leiðir og styðja við fjölbreyttara val á ferðamáta. Áherslur eru í samræmi við aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, aðalskipulag Kópavogsbæjar 2012-2024 og Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040. Áætlað er að með brúartengingunni muni umferðarþungi á aðliggjandi stofn- og tengibrautum minnka að því leiti að umferð dreifist á fleiri samgöngumáta og samgöngutengingar en er í dag. Skipulagsvinnan er samstarfsverkefni Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar í samvinnu við Vegagerðina. Gert er ráð fyrir góðu samráði við hagmunaraðila á svæðinu.
 
Tillögu að lýsingu skipulags má nálgast hér:  Lýsing skipulags.
 
Umsögn LHM um lýsingu skipulagsins er hér: Umsögn lýsingar.

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.