Seltjarnarnes, deiliskipulag vestursvæðis

Tillögu um deiliskipulag vestursvæðis má nálgast hér:  Deiliskipulagið.
 
Umsögn LHM um deiliskipulagstilöguna er hér: Umsögn deiliskipulag.
 
Svör Seltjarnarnesbæjar við athugasemdum sem gerðar voru við deiliskipulagið eru hér: Svör vegna vestursvæða.
 
Í svari Seltjarnesbæjar kemur fram við athugasemdum LHM:
 
Leggja til að almenn bílastæði (kafli 4.17) stækki ekki. Svar:
Skipulagssvæðið einkennist af einstakri náttúru og athyglisverðu menningarlandslagi og hefur auk þess mikið útivistargildi. Göngustígar með ströndinni eru t.d. sérstaklega vinsælir meðal bæjarbúa og gesta þeirra til útivistar. Eitt að meginmarkmiðum deiliskipulagsins er að bæta möguleika til útivistar og áningar án þess að gengið sé á náttúru- og menningarleg verðmæti. Við allar framkvæmdir; hvort sem um er að ræða bætta ásýnd bílastæða og/eða uppbyggingu hjólreiða- og göngustíga – mun þess vera gætt við nánari útfærslu að þær falli sem best að staðháttum. Bílastæði verða hins vegar ekki stækkuð.
 
Leggja til 4-4.5m breiða aðalstíga (kafli 4.27) Svar :
Í skipulagsskilmálum með deiliskipulagi Vestursvæða kafla 4.27 segir m.a. ,,Aðalstígur, sem tengist stígakerfi höfuðborgarsvæðisins liggur meðfram strandlengjunni. Stígurinn er með bundnu slitlagi (malbiki), nema þar sem hann liggur um Suðurnesið (sjá 4.24). Aðgreint skal með línu; annars vegar svæði gangandi vegfarenda og hins vegar hjólandi. Stígurinn skal vera aðgengilegur öllum. Almennt skal gera ráð fyrir því að allir aðalstígar, sem jafnframt eru hjólreiðastígar, verði 2.5 – 3.0m breiðir.‘‘ Í aðalskipulagi er kveðið á um aðskilda stíga fyrir hjólandi og gangandi – þar sem pláss leyfir. Skipulags- og umferðarnefnd vill árétta að skilgreindur aðalstígur á deiliskipulagstillögu fer um svæði á náttúruminjaskrá. Því er afar mikilvægt að ekki verði gengið um of á það svæði og að tillit verði tekið til staðhátta hverju sinni og umfang metið - með sérfræðingum - við nánari útfærslu.

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.