Álitsgjöf fyrir nýja hjólastíga við Sprengisand

Reykjavíkurborg óskaði eftir áliti LHM vegna legu nýrra hjólastíga við Sprengisand en þar á að breyta legu stíga í tengslum við það að byggð verða hús vestan Reykjanesbrautar og norðan Sprengisands. 

Nýji hjólastígurinn liggur vestan við nýju húsin í framhaldi af stíg meðfram slaufum á gatnamótum Miklubrautar og Reykjanesbrautar og liggur í nýjum undirgöngum undir Bústaðaveg. Þaðan tengist hann stíg úr Fossvogi sem liggur undir Reykjanesbraut og er til viðbótar með nýja og betri tengingu við Víkingssvæðið. Spurning var með gerð tengingar milli stígs meðfram Bústaðavegi við nýja stíginn þar sem hann kemur úr undirgöngum sunnan við Bústaðaveg.

Niðurstaða  stjórnar LHM eftir skoðun var að leggja frekar til svokalla tillögu 2 en tillögu 1.


Tölvupóstur Reykjavíkurborgar  

Tölvupóstur LHM  

Stígakort af svæðinu:

 

Strava hitakort af svæðinu:

 

Tillaga 1:

 

Tillaga 2:

 

Skipulagssvæðið: