Fundur vegna 10 km áætlunar Reykjavíkurborgar.

Fundur vegna 10 km áætlunar Reykjavíkurborgar.

Haldinn í Goðheimum þann 10.2.2011

Mættir: Ásbjörn Ólafsson, Morten Lange, Árni Davíðsson, Páll Guðjónsson og Hrönn Harðardóttir.

Á fundinn voru boðaðir fulltrúar leiðanefndar LHM.

 

Umsögn fundarmanna um tillögur Reykjavíkurborgar.

Almennt má segja að nefndinni lítist vel á að fá heildstæðar sérmerktar hjólaleiðir milli hverfa eins og þarna er lagt til. Sérstaklega er gott að leiðin frá Grafarvog / Bryggjuhverfi yfir brýr og Geirsnef er styttri og greiðar. Það er ósk okkar að einnig verði horft til þeirra mála sem samtök hjólreiðamanna hafa tekið saman og óskað að verði sett í forgang þegar kemur að úrbótum á aðstæðum til hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu. Þær má lesa á vef LHM: lhm.is/stefnumal.

Þar er t.d. kafli sem snertir útfærslur við aðstæður eins og á þessum teikningum “Aðskilnaði fylgja kostir og hættur” þar sem bent er á að aðeins hentar að aðskilja  leiðir þannig að hjólreiðamenn verði síður sýnilegir, þar sem langt er á milli gatnamóta, innkeyrsla og annars þar sem leiðir akandi og hjólandi skerast. Þær aðstæður eru ekki eftir t.d. Hofsvallagötu og kafla Snorragötu. Þær aðstæður mætti þó skapa með því að loka hliðargötum og innkeyrslum sem ekki hafa gott útsýni vegna t.d. girðinga. Að öðrum kosti er öruggari valkostur að hafa hjólaleiðina nær akreininni og alls ekki þar sem kyrrstæðar bifreiðar draga úr sýnileika hjólreiðamannana.

Almennt má gera ráð fyrir að einhverjir hjólreiðamenn kjósi áfram að hjóla á götunum þrátt fyrir nýja stíga. Nauðsynlegt er að hjólreiðastígarnir fái góða kynningu og að öll umfjöllun um þá verði á jákvæðum nótum.  Mikilvægt er að hafa samfellu í stígakerfinu og því þarf einnig að huga að tengingum frá Skúlagötu til vesturs og frá Elliðaárvogi til austurs og suðurs. Æskilegt er að hafa samfellu í lausnum.

Rökstyðja þarf fækkun bílastæða til að koma í veg fyrir neikvæða umfjöllun í líkingu við Hverfisgötutilraunina. Lögreglan þarf að fylgja eftir að bílum verði ekki lagt á svæði hjólreiðamanna.

 

1.      Hofsvallagata
Í dag er hægt að hjóla á götunni af nokkru öryggi og því er þetta ekki forgangsatriði en góð gata til að prófa hjólreiðastíga.

Öryggismálin eru okkur hugleikinn og helsti gallinn er sá að leiðin er skorin oft. Lækkanir við Greni-, Reyni- og Víðimel verða að vera mjög rúnnaðar. Hver verður hraðinn á götunni?


Skoða þarf tengingar inn á Ægissíðu.  Æskilegt að sleppa hægri frárein til vestur inn á Ægissíðu.
 

2.      Elliðaárstígur
Frábær samgöngubót fyrir Grafarvogsbúa. Tengingar við Súðar- og Dugguvog frekar flóknar.  Það mun enginn hjóla 2 níutíu gráðu beygjur. Æskilegt að hafa 2 þveranir frekar en 3.
 

3.      Laugarásvegur
Í dag er hægt að hjóla á götunni af nokkru öryggi og því er þetta ekki forgangsatriði en góð gata til að prófa hjólreiðastíga og fjölga hjólreiðamönnum.
 

4.      Sundlaugarvegur
Athuga hvort hjólarein á milli Gullteigs(Hrísateigs) og Reykjavegs sé betri lausn vegna öryggis í tengslum við fjöldi þverana.
 

5.      Borgartún
Athuga að minnka hraðann í 30(max 40) vegna blöndunar umferðar.  Huga þarf að inn- og útkeyrslu og sýnileika hjólreiðafólks við þær. E.t.v. er æskilegra að hafa bílastæði fyrir innan hjólreiðamenn.
 

6.      Skúlagata
Athuga að blanda hjólreiðamönnum inn í hringtorg við Snorrabraut og hafa þrönga sér akrein fyrir hjólreiðamenn inn á Skúlagötu. Halda þó göngustígum fyrir gangandi sbr. teikningu. Góð lausn að hafa hjólareinina alltaf nær umferð og öll stæði samsíða.
 

7.      Snorrabraut
Athuga að lækka hraða í 30 (40 max) og hafa hjólarein að austanverðu frá Flókagötu að Grettisgötu og/eða loka hliðargötum þar á milli.  Einnig að hafa hjólarein að vestanverðu frá Hverfisgötu að Bergþórugötu. Bílastæði nær umferð skapa hættu á þessum stað og þarna er mikil hætta á slysagildrum. Við þurfum að skoða miklu miklu betur hvaða lausn er best hér!!!  Sérálit Páls: Þessi hönnun er slysagildra og ekki arðbær fjárfesting. Aðrir ræddu um að setja kantstólpa til að tryggja að ekki verði lagt á öryggissvæðum og e.t.v. verður þessi lausn til að fjölga hjólreiðamönnum. Snorrabrautin krefst a.m.k. mikillar umræðu.
 

8.      Suðurgata
Fjölga gróðri. Góð lausn til að byrja á og lítið um flækjur. Huga þarf að tengingu við Þorragötu. Ath. að hafa grænan renning við Eggertsgötu, Starhaga og Lynghaga.