Drög að skýrslu starfshóps um smáfarartæki

Landssamtök hjólreiðamanna komu eftirfarandi umsögn á framfæri við starfshóp, sem er að kortleggja stöðu smáfarartækja í umferðinni og vinna tillögur að úrbótum, m.a. til að tryggja umferðaröryggi og bæta innviði fyrir nýjan ferðamáta.
Umsögn þessi byggir á fyrri athugasemdum frá LHM til starfshópsins, dags. 23.03.2022, og skýrslu hans „Drög að skýrslu starfshóps um smáfarartæki“ sem birt var á samráðsgátt hinn 11. apríl sl.
Almennt vilja Landssamtök hjólreiðamanna leggja mjög ríka áherslu á að aðgerðir sem starfshópurinn leggur til megi ekki verða til þess að draga úr möguleikum hjólreiða; t.d. með því að skerða réttindi þeirra sem nota reiðhjól, auka skyldur á þennan hóp, eða leggja frekari tálmanir í vegi hjólreiða.
 
 
  Umsögn LHM.