Umsókn um húsnæði að Arnarbakka 2

Reykjavíkurborg auglýsti eftir hugmyndum að starfsemi í húsnæði í kjörnum í Breiðholti að Arnarbakki og Völvufell. Í samstarfi við Hjólafærni og Hjólakraft tók LHM þátt í tillögu til borgarinnar.

  Auglýsing borgarinnar: 
 
Reykjavíkurborg leitar eftir hugmyndum að starfsemi til bráðabirgða í  húsnæði að Arnarbakka 2-6 og Völvufelli 11-21, sem borgin fær afhent á næsta ári. Frestur til að skila inn hugmyndum er til og með 19. desember 2018.
 
Óskað er eftir hugmyndum að starfsemi í hluta af þessum húsum. Við val á starfsemi verður sérstök áhersla lögð á samfélagsleg verkefni sem eru opin almenningi og  auka möguleika íbúa til þátttöku í félagsstarf, er uppbyggjandi og eykur fjölbreytni. Dæmi um slíkt væri frumkvöðlasetur, heilsueflandi starfsemi og sýningar-, menningar- og fræðslustarfsemi. Leitað verður eftir að starfsemin  gæði svæðin auknu  lífi og fjölbreytni.
 
Í Arnarbakka 2 er gert ráð fyrir matvöruverslunin Iceland og Sveinsbakarí verði áfram, sem og  Hársnyrtistofan Arnarbakka í  nr.  4-6.
Í Völvufelli 13 eru og verða áfram Nýlistasafn Reykjavíkur og Listaháskóli Íslands með sýningarsali.
Annað  húsnæði mun losna á næsta ári og skapast þar möguleikar til bráðabirgða fyrir spennandi starfsemi og getur því orðið um tímabundna útleigu að ræða. Jafnframt verða lóðir settar í skipulagsferli.
 
Íbúar og aðrir áhugasamir  aðilar geta haft áhrif á nýtingu húsnæðisins með því að senda  inn hugmyndir til Reykjavíkurborgar. Frestur til að skila inn hugmyndum er til og með 19. desember 2018.

  Umsókn Hjólafærni, LHM og Hjólakrafts.