Umsókn um húsnæði að Arnarbakka 2

  Auglýsing borgarinnar: 
 
Reykjavíkurborg leitar eftir hugmyndum að starfsemi til bráðabirgða í  húsnæði að Arnarbakka 2-6 og Völvufelli 11-21, sem borgin fær afhent á næsta ári. Frestur til að skila inn hugmyndum er til og með 19. desember 2018.
 
Óskað er eftir hugmyndum að starfsemi í hluta af þessum húsum. Við val á starfsemi verður sérstök áhersla lögð á samfélagsleg verkefni sem eru opin almenningi og  auka möguleika íbúa til þátttöku í félagsstarf, er uppbyggjandi og eykur fjölbreytni. Dæmi um slíkt væri frumkvöðlasetur, heilsueflandi starfsemi og sýningar-, menningar- og fræðslustarfsemi. Leitað verður eftir að starfsemin  gæði svæðin auknu  lífi og fjölbreytni.
 
Í Arnarbakka 2 er gert ráð fyrir matvöruverslunin Iceland og Sveinsbakarí verði áfram, sem og  Hársnyrtistofan Arnarbakka í  nr.  4-6.
Í Völvufelli 13 eru og verða áfram Nýlistasafn Reykjavíkur og Listaháskóli Íslands með sýningarsali.
Annað  húsnæði mun losna á næsta ári og skapast þar möguleikar til bráðabirgða fyrir spennandi starfsemi og getur því orðið um tímabundna útleigu að ræða. Jafnframt verða lóðir settar í skipulagsferli.
 
Íbúar og aðrir áhugasamir  aðilar geta haft áhrif á nýtingu húsnæðisins með því að senda  inn hugmyndir til Reykjavíkurborgar. Frestur til að skila inn hugmyndum er til og með 19. desember 2018.

  Umsókn Hjólafærni, LHM og Hjólakrafts.
 
 

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.