Athugasemdir LHM við hjólaleið meðfram Laugavegi og Suðurlandsbraut

lhmmerkitext1Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkur kynnti LHM tillögur að hjóla- og gönguleið meðfram Laugavegi og Suðurlandsbraut frá Hlemmi að Sæbraut og óskaði eftir athugasemdum.

Samtökin eru hlynnt fyrirhuguðum framkvæmdum. Þær samræmast stefnu LHM og þeirri vitneskju sem við höfum um leiðir sem hjólreiðamenn velja sér. Þær eru og í samræmi við tillögur að hjólaleiðum á höfuðborgarsvæðinu sem LHM hefur verið að vinna að. Þar heitir ein leiðin „Suðurlandsbraut“ og nær frá Hlemmi að Elliðavogi um 3,8 km leið. Þau verk sem nefnt er í þeirri áætlun að þarf að gera eru að: „Uppfæra stíg , laga gatnamót, tengja“ sem eru þau verk sem hér eru lögð til en auk þess er hér gert ráð fyrir undirgöngum undir Reykjaveg.

Kynningu á framkvæmdinni má sjá hér á heimasíðu Reykjavíkurborgar.

Teikningar - Hjóla- og gönguleið meðfram Suðurlandsbraut og Laugavegi: Hlemmur að Sæbraut. Forhönnun. (Feb. 2012 - Efla) 18,73 MB

Greinargerð - Hjóla- og gönguleið meðfram Suðurlandsbraut og Laugavegi: Hlemmur að Sæbraut. Forhönnun. (feb. 2012 - Efla) 2,25 MB

Athugasemdir LHM eru hér í pdf skjali.

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.