LHM senda á alla fjölmiða ályktun vegna framkvæmda við Miklubraut

Tölvupóstur sendur á alla fjölmiðla.

Stjórnarfundur Landssamtaka hjólreiðamanna, haldinn 3. júlí 2008 ályktar:

Mikilvægt er að leggja greiðar og fullgildar hjólreiðabrautir meðfram stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu, aðgreindar frá gangstéttum og akbrautum.

Landssamtök hjólreiðamanna harma að ekki skuli vera gert ráð fyrir hjólreiðabraut með aðgreindum stefnum í tengslum við lagningu forgangsakreinar á Miklubraut, sem nú er í vinnslu. Sú hljóðmön sem mokað hefur verið upp samfara þessari framkvæmd mun klárlega þrengja að þeim gangstíg sem fyrir er. 

Samtökin hvetja Reykjavíkurborg og Vegagerðina til að bregðast skjótt við og leggja fullgilda aðgreinda hjólreiðabraut meðfram Miklubraut. Ef jafnræði á að ríkja milli samgöngumáta er mikilvægt að framvegis verði hugað að slíku við lagningu akbrauta.

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.