Elliðaárdalur - frumdrög að legu stíga

Á meðfylgjandi teikningum má sjá legu fyrir nýja stíga. Stíga sem búið er að kanna nokkuð fýsileika þess að koma þeim fyrir í landi þar sem tekið er tillit til viðkvæmrar náttúru sem stígarnir fara um.
Lagt er upp með það á þessu stigi að leggja höfuð áherslu á eina greiða leið fyrir hjólandi upp allan dalinn með nýjum tengimöguleikum yfir árkvíslar. Ekki verður að þessu sinni gert ráð fyrir stígum báðum megin dalsins en ekki lokað á þann möguleika í frekari framtíð þar sem metin verður eftirspurn við nýjar forsendur framtíðarinnar.
 
Stjórn LHM skoðaði tillögurnar og varð niðurstaðan þessi.
1. Það komu engin andmæli við legu stíganna né þá hugmynd að hafa einn megin hjólastíg í Elliðaárdal sunnan megin við Elliðaárnar.
2. Brýrnar sem er lagt til að gera, ein rétt vestan stíflu samsíða Höfðabakka, hin í Víðidal, auk endurnýjunar brúar samsíða Breiðholtsbraut, eru vel staðsettar og nýtast vel.
3. Ný lega stígs í Víðidal yfir Elliðaár á nýrri brú virðist skynsöm og hæðarlega verður betri og leiðin styttri.
4. Nýir stígar meðfram Stekkjarbakka eru teiknaðir bæði norðan og sunnan við götuna og Stekkjarbakki er þveraður á tveimur stöðum. Hæðarlega stígs verður betri og greiðari stígar fyrir ásinn Mjódd-Árbær/Selás/
Norðlingaholt. Auðveldari leið verður upp í Bakkana útaf betri hæðarlegu. Það virðist eins og þveranir séu í plani enda býður hæðarlega á þessum stað varla upp á annað. Núverandi undirgöng austast eru erfið útaf þröngri aðkomu, blindhornum og kröppum beygjum. Kannski gæti verið rétt að leggja göngustíg frá nýja stígnum hjá dælustöðinni upp í Fremristekk sem er um 60 m langur.
 
Almennar ábendingar voru:
  • Þegar gamlir stígar eru notaðir þarf að láta meta yfirborð þeirra. Oftast þarf að laga yfirborð malbiks, sérstaklega ef þeir verða hjólastígar.
  • Muna þarf eftir kaldavermslum og tryggja að vatn flæði ekki yfir stíga með framræslu eða vatnsrásum. 
  • Ef áningarstaðir eru skipulagðir ætti frekar að hafa þá þeim megin sem göngustígur eru frekar en að leiða gangandi yfir hjólastíg.
  • Frumteikning er ekki með óþarfa beygjum á stígum sem er gott. Óskum eftir því að ekki verði settar óþarfa hlykkir á stíga. Í hálku getur hver beygja orðið orsök falls.
  • Til að mata nýja hjólastíga í Elliðaárdal gæti verið ástæða til að skoða hversu öruggir og greiðir stígar sem koma inn á hann séu. Bratti er mikill ofan úr Breiðholti en minni úr Hvörfum í Kópavogi, Norðlingaholti, Selási og Árbæ. Sumstaðar eru þessir stígar komnir til ára sinna og yfirborð, breidd og sjónvegalengdir ekki alveg í lagi.
  • Á berangri t.d. eins og á melunum í Víðidal mundum við benda á að gróðursetja tré og runnagróður til að draga úr vindi.
  • Þótt það sé ekki hluti af þessari framkvæmd má benda á að það er sennilega tiltölulega einfalt mál að hafa um 720 m útivistarstíg frá Norðlingaholti yfir í Hvörfin í Kópavogi sunnan Breiðholtsbrautar. Það þarf að vísu að semja við Kópavog. Til að raska ekki viðkæmu votlendi gæti stígurinn verið rétt neðan við stífluna úr Elliðavatni. Það er vel nothæf brú yfir Elliðaárnar sem hægt er að nota sem er nú reið- og gönguleið um. Þar sem þetta er á viðkvæmu útivistarsvæði gæti yfirborð verið þjöppuð, brotin möl sem gefur fast yfirborð.

Tölvupóstur Reykjavíkurborgar  
Töluvpóstur LHM  
 
Ellíðaárdalur heildarmynd:
 
 
Ellíðaárdalur mynd A:
 
 
Ellíðaárdalur mynd B:
 
 
Ellíðaárdalur mynd C:
 
 
 

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.