LHM fékk sendar teikningu af legu fyrirhugaðs stígs og var óskað eftir góðum ráðum vegna framkvæmdarinnar af hönnuði. Lega stígsins virðist vera ágæt og örugg nema hvað þverun við hringtorg getur verið varasöm. Samskiptin áttu sér stað símleiðis og í tölvupóstum og sendi LHM upplýsingar um nokkrar skýrslur sem geta komið að gagni.
Leiðbeiningar um hönnun fyrir reiðhjól:
http://eldri.reykjavik.is/
Hjólaleiðir á Íslandi, Euro velo hjólaleið frá Keflavík til Seyðisfjarðar:
http://www.ferdamalastofa.is/
Hjólastígur frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar til Reykjavíkur:
http://skemman.is/stream/get/
Framkvæmdin er annars kynnt hér á vef Reykjanesbæjar.
Uppdráttur sem var skoðaður er hér.
Byrjað var að leggja stíginn sumarið 2015 og virtist hann langt kominn eða jafnvel tilbúinn núna í lok árs.
Skipulagsmálin í kringum Leifsstöð eru óvenju flókin. Ísavía fer með framkvæmd skipulagsvalds á flugvallarsvæðinu en það er skipuð sérstök Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar en samþykki nefndarinnar við deili- og aðalskipulagstillögu fyrir flugvallarsvæðið telst fullnaðarafgreiðsla málsins á sveitarstjórnarstigi.
Afgreiðslur Skipulagsnefndar Keflavíkurflugvallar finnast ekki á vefnum en á vef Reykjanesbæjar sést afgreiðsla Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar. á 162. fundi nefndarinnar.
"2. Kynning á óverulegri breytingu á aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar (2014090070)
Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar óskar eftir umsögn/eða ábendingum um óverulega breytingu á aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar. Breytingin fellst í að afmarkaður er göngu- og hjólastígur innan skipulagssvæðis Keflavíkurflugvallar, frá FLE í átt að Reykjanesbæ. Ráðið gerir ekki athugasemdir."