Umsögn : Umhverfisskýrsla fyrir Samgönguáætlun 2015 - 2026

Vegna anna náðu sjálfboðaliðar LHM ekki að vinna formlega umsögn um þessa skýrslu en Morten Lange sendi eftirfarandi punkta í eigin nafni fyrir hönd LHM.

Reykjavík, 13.nóvember 2015

Bt. Innanríkisráðuneyti

 

Umsögn : Umhverfisskýrsla fyrir Samgönguáætlun 2015 - 2026

 

Vegna þess hve illa hafi gengið að setja skrif umsagnar í forgang, og nú stutt til stefnu mun ég notast við nokkra punkta í óformlegum stíl, sem setur hlutina á oddinn, í stað þess að orða nákvæmar og kurteisar.

Þá skal játast að ekki hafi náðst að lesa SGA né umhverfisskýrsluna frá orði til orðs, þannig að sennilegast hef ég misst af sumu af því góða sem er í þeim að finna.

*  Undirritaður og Landssamtök hjólreiðamanna hafa sent inn athugasemdir við Samgönguáætlun marg oft. Það er eins og við höfum verið á undan okkar samtíð. Nú birtast stef í SGA og í umhverfisskýrslunni sem að hluta enduróma okkar athugasemdir frá árum áður. En breytingin gerist svo alltof hægt, og rökstuðninginn við að horfa á samgöngu með nýjum gleraugum hafa styrkst með fjölda nýrra ransókna og farsælla breytinga í samgönguskipulagi, ekki síst í þéttbýli.

*  Samgönguáætlun, eða sér í lagi er áfram grátt plagg sem stundum virðist skrifað með hugarfari frá 1960 með sömu gömlu áherslurnar og sýn á veruleikann, en með smá grænu skrauti. (Ef horft er á hvert beinharðir peningar fara, ásamt áherslur í gangstæðri átt. Þetta á meðan gjaldfrjáls bílastæði og „grænar“ Samgöngustyrkir ekki bera á góma, en virkir vegfarendur kallast óvarðir.)

*  En græn fyrirheit og ekki síst áætlun um uppbyggingu stíga voru vissulega fjarverandi fyrir áratugi síðan, og straumurinn í rétta átt er sýnilegur, þótt mótstraumurinn er sterkur. Í umferðaröryggiskaflanum í SGA saknist áhrif frá nýjum straumum varðandi borgarumferð.

*  Það er margt gott í grænni og heilbrigðari átt komið inn í Samgönguáætlun sem umhverfisskýrslan ekki virðist minnast á svo sem sú gríðarlegi jákvæði áhrif sem virkar samgönumátar hafa á lýðheilsu. Umhverfisskýrslan mætti miða við að umferðaröryggi beri ávallt að skoða í þessu ljósi.

*  Gefið öll þau góðu rök sem SGA leggur fram með auknar áherslur á virkum samgöngumátum og almenningssamgöngur, þá finnst mér að Umhverfisskýrslan hefði mátt benda á að tækifærið er ekki nýtt í SGA til að virkilega spýta í lófana. (Ekki síst þegar vitað er að rökin eru svo miklu fleiri og sterkari og tengjast almannaheill á margvíslegan hátt. Spyrjið til dæmis ICLEI, OECD, ECF, WHO)

*  Umhverfisskýrslan hefði mátt mæla með 1. að eitt stöðugildi (með skýru hlutverki og fjárráð sem til dæmis svari til hlutfalli umferðar) yrði til um eflingu virkra samgöngumáta 2. að búin verði til Hjólreiðaáætlun Íslands ( þingsályktun er reyndar komin fram um þetta), eða Áætlun um styrkingu göngu, hjólreiða og almenningssamgangna 3. að kannað verði til hlítar og birt í greinargóða skýrslu raunkostnað, meðtalið umhverfis- og heilsukostað , tengd samgöngumáta, flutninga og svo framvegis. Þannig mætti lyfta umræður um samgöngumál upp á hærra plan og búa grunnin undir stefnumótun, vitrænni umræður um hvað umferðin geri gott og hvað hún kosti þegar allt er talið og ólíkir valkostir bornir saman. Danska skýrslan sem vitnað er í um kostnað á hvern kílómeter ekinn og hjólaður væri góður útgangspunktur í for-könnun, og efni hennar mætti staðfæra.

*  Samgönguáætlun hefur verið mjög, mjög landsbyggðarmiðuð, en stærsti hluti umferðar og samgangna fer fram í þéttbýli um allt land, og sér í lagi á höfuðborgarsvæðinu. Það er ánægjulegt að sjá að borgarmiðuð hugsun fái stærri vægi, en í beinhörðum áformum sést minna kjöt og fræðsla til almennings, atvinnulífs og stjórnsýslu um nýjar áherslur verður kannski í formi skýrslu í skúffu ?

*  Sem stjórnarmaður í Landssamtökum hjólreiðamanna þakka ég fyrir að ráð var leitað hjá okkur, og það vermir að sjá það sem rataði inn í SGA. Umhverfisskýrslan virðist á köflum ögn grárri.

 

Bestu kveðjur,

Morten Lange