Í skipulaginu er meðal annars gert ráð fyrir auknum aðskilnaði gangandi og hjólandi umferðar með uppbyggingu á nýjum stofnstígum og endurbótum á þeim sem fyrir eru. Landssamtök hjólreiðamanna lýsa yfir ánægju með framlagða tillögu og sýnir hún metnað um að bæta aðstöðu hjólandi og gangandi á Akureyri.
