Skógarhlíð deiliskipulag hjólastígur og undirgöng undir Litluhlíð

 Jafnframt er aflagður göngustígur meðfram Bústaðarvegi. 

Þetta virðist vera mun betri lausn en núverandi lega stíga. Leið hjólandi og gangandi yrði mun beinni og greiðari og engar þveranir á kaflanum frá Litluhlíð að Hringbraut en tvö "samrými" í Skógarhlið, annað vestast en hitt austast. Hæðarlega yrði líka betri og brekka meira aflíðandi.

Með þessu myndi umferð hjólandi færast aftur yfir í Skógarhlíð. Þeir sem muna eftir gömlu Skógarhlíðinni þá var hjólað á henni frá Hringbraut að Sæbóli í Kópavogi áður en Bústaðavegur var lagður í núverandi legu sem stofnbraut.


Deiliskipulagstillöguna má skoða hér

Umsögn LHM um tillöguna má sjá hér

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.