Jafnframt er aflagður göngustígur meðfram Bústaðarvegi.
Þetta virðist vera mun betri lausn en núverandi lega stíga. Leið hjólandi og gangandi yrði mun beinni og greiðari og engar þveranir á kaflanum frá Litluhlíð að Hringbraut en tvö "samrými" í Skógarhlið, annað vestast en hitt austast. Hæðarlega yrði líka betri og brekka meira aflíðandi.
Með þessu myndi umferð hjólandi færast aftur yfir í Skógarhlíð. Þeir sem muna eftir gömlu Skógarhlíðinni þá var hjólað á henni frá Hringbraut að Sæbóli í Kópavogi áður en Bústaðavegur var lagður í núverandi legu sem stofnbraut.
Deiliskipulagstillöguna má skoða hér
Umsögn LHM um tillöguna má sjá hér