Frumvarp til umferðarlaga 149. löggjafaþingi

Frumvarp til umferðarlaga var lagt fram á haustþingi 149. löggjafarþings eftir langan undirbúning og samráð.

LHM skilaði inn umsögn um frumvarpið sem var byggt á fyrri umsögnum að mestu leyti.

Ekki er búið að kalla inn gesti á fund Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í lok árs 2018 en fulltrúar LHM gera ráð fyrir að mæta á fund nefndarinnar.

Umsögn LHM: 

 

Að beiðni umhverfis- og samgöngunefndar Allþingis eftir að fulltrúar LHM mættu á fund nefndarinnar sendi LHM inn ítarefni við umsögnina.

Ítarefni við umsögn við frumvarp til umferðarlaga dagsett 6. mars. 2019. 

 

Eftir fund Samgöngufélagsins um nagladekk 3. apríl sendi LHM áskorun á umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis um að taka tillit til bestu vitneskju um áhrif nagladekkja á slit malbiks og myndun svifryks.

Áskorun um nagladekk