Ferðumst saman - stefna ríkisins í almenningssamgöngum

Ferðumst saman - Drög að stefnu í almenningssamgöngum, var auglýst á samráðsgátt stjórnvalda í febrúar og mars 2019. 

LHM sendi inn umsögn um stefnuna. 

Auk annars lögðu Landssamtök hjólreiðamanna til að bætt yrði við aðgerð og markmið um að tengja almenningsvagna við flugstöðvar og hafnir.
 
Aðgerðir og markmið
Lýsing: Tengja skal almenningsvagna við flugstöðvar og hafnir og tryggja að merkingar og upplýsingagjöf sé fullnægjandi
Ábyrgð: Landshlutasamtök, Vegagerðin, Fulltrúar ríkisins í stjórn Ísavía
Tími: 1. maí 2020
Árangursmælikvarði: Fjölgun farþega með almenningsvögnum almennt til flugstöðva og hafna. (markmið um 15% aukningu til 2022). Markmið um ferðavenjur að 50% farþega fari með almenningssamgöngum árið 2023 milli höfuðborgarsvæðisins og flugstöðvar Leifs Eirikssonar. 
Áætlaður kostnaður: 0 kr. árlega

Verkefnið á samráðsgáttinni.  

Umsögn LHM.