Ökutækjatryggingar

Efnislega er tryggingavernd hjólandi og gangandi vegfarenda óbreytt frá núverandi umferðarlögum. Það er í gildi  svo kölluð hlutlæg ábyrgð sem hvílir á þeim sem ber ábyrgð á ökutæki. Það er orðað svo í 4. gr. frumvarpsins: "Eigandi (umráðamaður) ökutækis skal bæta tjón sem hlýst af notkun þess þótt tjónið verði ekki rakið til bilunar eða galla á ökutækinu eða ógætni ökumanns." Með öðrum orðum þá bætir trygging ökutækis líkamstjón og tjón á munum ef bíll ekur á gangandi eða hjólandi vegfarenda óháð því hvor er í "rétti". 
 
Undantekningin frá því er að lækka má eða fella niður bætur vegna líkamstjóns ef sá sem verður fyrir tjóninu er meðvaldur að tjóninu af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi. Sömuleiðis má lækka eða fella niður bætur vegna tjóns á munum ef sá sem verður fyrir tjóninu var meðvaldur að því af ásetningi eða gáleysi.
 
Stjórn Landssamtaka hjólreiðamanna metur það svo að réttarstaða hjólandi og gangandi vegfarenda sé góð varðandi tryggingar samkvæmt ákvæðum núverandi umferðarlaga og að hún breytist ekki með framlögðu frumvarpi samanber II. kafla frumvarpsins.
 
LHM lýsa sig því sammála efni frumvarpsins og mæla með því að það verði samþykkt á Alþingi með II. kafla efnislega óbreyttan.
 
LHM leggur þó til að orðalagi verði lítillega breytt í orðskýringum í 3. gr. til samræmis við tilskipun EB sem nær til vélknúinna ökutækja eingöngu. Við 7. tölulið verði bætt orðinu vélknúið og orðist svo: „Ökutæki: Skráningarskylt vélknúið ökutæki samkvæmt umferðarlögum.“


 Frumvarpið

 Umsögn LHM

 2. umræða um frumvarpið á Alþingi.

 Lögin samþykkt frá Alþingi.

 

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.