Ökutækjatryggingar

Frumvarp til laga um ökutækjatryggingar var lögð fram á 149. þingi Alþingis. Frumvarpið tekur núverandi ákvæði XIII. kafla umferðarlaga og innleiðir að auki tilskipun EB 2009/103/EB um ábyrgðartryggingu vegna notkunar vélknúinna ökutækja. LHM skilaði umsögn um frumvarpið.

Stjórn Landssamtaka hjólreiðamanna metur það svo að réttarstaða hjólandi og gangandi vegfarenda sé góð varðandi tryggingar samkvæmt ákvæðum núverandi umferðarlaga og að hún breytist ekki með framlögðu frumvarpi samanber II. kafla frumvarpsins.
 
LHM lýsa sig því sammála efni frumvarpsins og mæla með því að það verði samþykkt á Alþingi með II. kafla efnislega óbreyttan.
 
LHM leggur þó til að orðalagi verði lítillega breytt í orðskýringum í 3. gr. til samræmis við tilskipun EB sem nær til vélknúinna ökutækja eingöngu. Við 7. tölulið verði bætt orðinu vélknúið og orðist svo: „Ökutæki: Skráningarskylt vélknúið ökutæki samkvæmt umferðarlögum.“


 Frumvarpið

 

 Umsögn LHM

 

 2. umræða um frumvarpið á Alþingi.