Bréf LHM til VeR vegna Bolungarvíkurganga

Þann 27. september 2010 sendi LHM Vegamálastjóra bréf (pdf 60 kb) vegna umfjöllunar um að hjólreiðar væru bannaðar í Bolungarvikurgöngum (Óshliðargöngum). Svar barst með bréfi Vegamálastjóra dagsett 5. október (pdf 120 kb).

Efni bréfs LHM er hér að neðan:

Mál: Bolungarvíkurgöng.

Í frétt um opnun jarðganganna milli Hnífsdals og Bolungarvíkur kom
fram að umferð hjólandi yrðu bönnuð í göngunum.

Vonandi er þarna um misskilning að ræða hjá fréttafólki. Landssamtök
hjólreiðamanna telja að umferð hjólreiðamanna ættu ekki að vera
vandkvæðum bundinn í þessum jarðgöngum frekar en öðrum
jarðgöngum á Íslandi þar sem umferð er lítil og loftmengun ekki teljandi
af þeim sökum. Ef talið er að loftmengun verði vandamál í göngunum á
ákveðnum tímum mætti setja upp viðvörunarskilti, tengd sjálfvirkum
loftmælibúnaði, við gangaopin sem myndu vara við loftmengun þegar
svo háttar til.

Ef lýsing í göngunum er ekki nægjanlega góð er sjálfsagt að gera ráð
fyrir að hjólreiðafólk noti ljós að framan og aftan á hjólið enda er það
mikilvægt öryggisatriði ef birta er ekki nægjanleg.

Taka má fram að undirritaður hefur oft hjólað um Vestfjarðargöng milli
Önundarfjarðar og Skutulsfjarðar og hefur það ekki verið vandamál.
Loftmengun hefur ekki verið óþægileg en nauðsynlegt hefur verið að
hafa ljós því lýsing er takmörkuð í þeim göngum.

Landssamtökin er ávallt reiðubúinn til samstarfs og til að veita ráðgjöf
um útfærslur sem best henta hjólreiðafólki.

Myndir úr Vestfjarðagöngum:

gong

gong2

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.