Skipulagsráð, 162. fundur, 15. apríl 2024 kl. 15:30 - 18:19
(https://www.kopavogur.is/is/stjornsysla/fundargerdir/skipulagsrad/3801)
-
- 24041420 - Umsókn um framkvæmdaleyfi. Gatnamót Fífuhvammsvegar við Dalveg og Reykjanesbraut.
Lögð fram umsókn framkvæmdadeildar dags. 25. mars 2024 um framkvæmdaleyfi skv. 5.mgr. 13.gr. og 3.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir endurnýjun þriggja gatnamóta á Fífuhvammsvegi við Dalveg og beggja vegna við Reykjanesbraut.
Skipta þarf út eldri umferðarljósabúnaði fyrir nýrri ljósastýrðum. Um er að ræða óveruleg frávik við breytingar á gatnamótum án þess að gerðar séu breytingar á akstursefnum. Framkvæmdirnar eru umferðartæknilegar endurbætur á gatnamótum í þágu bætts umferðaröryggis og flæðis.
LHM hefur töluverðar áhyggjur af hugmyndum af einstefnustíga og að umferð verði beint í gegnum undirgöng undir Fífuhvammsveg til móts við norðurturn Smáralindar með tilheyrandi mjög kröppum beygjum, skörpum hæðarbreytingum og lélegum sjónlínum. LHM hefur einnig áhyggjur af því að aðilar sitji ekki við sama borð í samtölum Kópavogsbæjar um hjólastíga.