Hér er listi yfir ýmis skjöl úr starfsemi LHM, umsagnir, athugasemdir og fleira.
Listinn er ekki tæmandi, ekki er hægt að birta vinnuskjöl og drög sem við fáum að gefa umsagnir um í trúnaði.

Flokkur: Skjöl

Borgarlína - verklýsing svæðis- og aðalskipulags

Umsagnarnefnd Landssamtaka hjólreiðamanna (LHM) hefur skoðað tillögu að Borgarlínu, verklýsingu svæðisskipulagsbreytingar og aðalskipulagsbreytinga vegna staðsetningar Borgarlínu, helstu stöðva og skilgreining heimilda til uppbygginga á áhrifasvæðum. Samtökin gerðu eftirfarandi umsögn um verklýsingu fyrir svæðisskipulagsbreytingar og aðalskipulagsbreytingar. 
Flokkur: Skjöl

Brú yfir Fossvog – deiliskipulag lýsing

Umsagnarnefnd Landssamtaka hjólreiðamanna (LHM) hefur skoðað lýsingu deiliskipulags fyrir brú yfir Fossvog fyrir gangandi, hjólandi og almenningsvagna sem Reykjavíkurborg auglýsti með athugasemdarfresti til 20. apríl 2017.  Samtökin gerðu eftirfarandi umsögn um skipulagslýsinguna.

Flokkur: Skjöl

Hjóla- og göngustígur frá Engjavegi að Langholtsvegi

Umsagnarnefnd Landssamtaka hjólreiðamanna (LHM) hefur skoðað uppdrætti af legu nýs hjólastígs meðfram Suðurlandsbraut frá Engjavegi að Langholtsvegi. Stígurinn kemur í stað eldri stígs fyrir gangandi og hjólandi sem er þröngur  og með mikilli umferð hjólandi og gangandi. Samtökin gerðu eftirfarandi umsögn um þessa tillögu.