Flokkur: Fréttir LHM

Hjólaferðir veturinn 2016

Í vetur verða farnar hjólreiðaferðir á laugardagsmorgnum eins og fyrri vetur. Að þeim standa Landssamtök hjólreiðamanna og aðildarfélag þess, Hjólafærni. Fyrir-hjólari flesta laugardaga verður Árni Davíðsson hjólafærnikennari og stjórnarmaður Landssamtaka hjólreiðamanna. Flestar ferðirnar verða farnar frá Hlemmi en ætlunin er að breyta til og hjóla frá nágrannasveitarfélögum höfuðborgarinnar einn laugardag í hverjum mánuði.
Flokkur: Fréttir LHM

Verkefnið: Reiðhjól talin við skóla

Núna í vetur ætla Landssamtök hjólreiðamanna að standa fyrir verkefni þar sem sjálfboðaliðar telja reiðhjól við grunnskóla og framhaldsskóla landsins. Af því tilefni óska samtökin eftir þátttöku almennings í verkefninu. 
Flokkur: Fréttir LHM

Vegna fyrsta banaslyssins í 18 ár

Stjórn LHM harmar þann atburð sem varð í Ártúnsbrekkuna í gær þegar bifreið var ekið á hjólreiðamann með þeim afleiðingum að hann lést. Hugur okkar hvílir hjá fjölskyldu þess látna og ökumanninum.

Flokkur: Fréttir LHM

Hjólaferðir frá Hlemmi 2015

Í vetur verða farnar hjólreiðaferðir frá Hlemmi á laugardagsmorgnum. Að þeim standa Landssamtök hjólreiðamanna og aðildarfélag þess, Hjólafærni. Fyrir-hjólari flesta laugardaga verður Árni Davíðsson hjólafærnikennari og stjórnarmaður Landssamtaka hjólreiðamanna.

Flokkur: Fréttir LHM

Hjólum til framtíðar 2015

Föstudaginn 18. september verður fimmta ráðstefna Hjólafærni og Landssamtaka hjólreiðamanna undir heitinu Hjólum til framtíðar.

Megintilgangurinn með ráðstefnunni er að leggja rækt við virka vegfarendur, ánægjuaukandi hjólreiðar, samfélagslega framlegð, lýðheilsuþátt hjólreiða og skoða umhverfið sem við bjóðum í lífvænni borg.