Tilkynning vegna fréttar sem er röng og meiðandi fyrir hjóreiðamenn
Landssamtök hjólreiðamanna LHM óska eftir því að Fréttablaðið/Vísir leiðrétti þessa frétt. Fréttin er röng og meiðandi fyrir hjóreiðamenn. Haldið er fram að hjólreiðamenn hafi valdið 91 umferðarslysi á síðasta ári þar sem ökumenn bifreiða hafi slasast. Hið rétt er að þessir 91 ökumenn sem slösuðust og sagt er frá í töflu nr. 1.6.3 "Orsakir slysa" í skýrslu Samgöngustofu voru ökumenn reiðhjóla, það er hjólreiðamenn. Það er því fullkomlega rangt að halda því fram sem fram kemur í frétt Fréttablaðsins og á Vísi og er það skylda blaðsins að birta hið rétta í blaðinu í vandaðri umfjöllun. Í henni ætti að ræða við höfund skýrslu Samgöngustofu og fulltrúa LHM.