Aðalfundur LHM verður haldinn fimmtudaginn 20. febrúar næstkomandi kl. 20:00 í klúbbhúsi Fjallahjólaklúbbsins að Brekkustíg 2 í Reykjavík.
Kjörgengi og atkvæðarétt hafa allir félagsmenn þeirra félaga sem aðild eiga að LHM auk einstaklinga með einstaklingsaðild. Íslenski fjallahjólaklúbburinn, Hjólreiðafélag Reykjavíkur, Hjólamenn og Hjólafærni á Íslandi eru nú aðildarfélög að LHM.
Með nýjum stíg meðfram Reykjanesbraut úr Mjódd í Reykjavík í Lindir í Kópavogi er norður-suður ásinn fyrir hjólandi í austurhluta höfuðborgarsvæðisins að verða til. Þessi norður-suður ás um austurhlutann var í tillögum LHM að leiðum fyrir hjólandi á höfuðborgarsvæðinu og nær meðfram Reykjanesbraut frá Mjódd í Reykjavík að Völlunum í Hafnarfirði. Enn eru nokkrir hlutar af þeirri leið þó ekki nægjanleg vel tengdir. Það á við um Kaplakrikasvæðið í Hafnarfirði og þann sem hér verður fjallað um frá Lindum í Kópavogi að Bæjargili í Garðabæ.
Núna í haust var hellulögninn á stígnum meðfram Miklubraut á Klambratúni endurnýjuð og lögð að nýju með 40 cm hellum. Gamla hellulögnin var alveg ófullnægjandi sem yfirborð á göngu- og hjólastíg og hafði gliðnað svo á milli hella að dekk á hjólum og barnavögnum gat hæglega fest á mili hellnanna. Gárungarnir sögðu að gamla hellulögnin væri frá landnámi og væri leitun að ósléttari stíg í Reykjavík.
Búið er að tengja saman efsta hluta Seljahverfis í Breiðholti og efsta hluta Salahverfis í Kópavogi með stuttum stígtengingum úr Holtaseli, Jaðarseli, Látraseli og Lækjarseli. Þarna hefur lengi verið um vegleysu að fara a milli hverfanna þótt örstutt sé á milli og góður og breiður stígur á sveitarfélagamörkum allt frá Reykjanesbraut að Kórahverfi í Kópavogi.
Nýr stígur hefur verið lagður í Garðahrauni í Garðabæ vestan Reykjanesbrautar frá Vífilstaðavegi að bæjarmörkum við Hafnarfjörð hjá Kaplakrika. LHM gerði þessa umsögn um framkvæmdina. Stígurinn tengir stígana við Vífilstaðaveg saman við stíg í Hafnarfirði sem kemur úr Setbergshverfinu og endar vestan Reykjanebrautar við Kaplakrika svæðið. Miðja vegu tengist hann stíg sem kemur frá Bakkaflöt í Garðabæ og liggur yfir Reykjanesbrautina og að verslanasvæðinu við Kauptún í Garðabæ þar sem IKEA er.
Nýr stígur sem tengir saman Mjóddina í Reykjavík og Lindir í Kópavogi var tekin í notkun núna í haust 2013. Stígurinn er vel heppnaður og mikil samgöngubót fyrir hjólandi og gangandi á þessari leið. Miðja vegu tengist hann stíg sunnan að sem er á bæjarmörkum á milli Linda- og Salahvarfis í Kópavogi og Breiðholts í Reykjavík, sem heldur síðan áfram niður í Kópavogsdal í undirgöngum undir Reykjanesbraut og Dalveg.
Stjórn Landssamtaka hjólreiðamanna þakkar allt það frábæra starf sem unnið hefur verið í þágu hjólreiða og heilbrigðra samgangna á árinu sem er að liða.
Hlökkum til að takast á við ný verkefni með ykkur á næsta ári.
Fyrir hönd stjórnar LHM
Árni Davíðsson
formaður
Síðasta laugardagsferðin frá Hlemmi fyrir jól var farinn laugardaginn 30. nóvember. Ferðirnar hafa gengið vel í haust sem endranær og aðsóknin verið ágæt. Fjöldi í ferð hefur verið frá tvemur upp í 15 og eru það þægilegir hópar. Elsti þáttakandinn var rúmlega sjötugur og sá yngsti 9 ára. Vegalengdir og leiðir hafa verið miðaðar við getu þátttakenda. Lengst var farið rúmlega 30 km hringur til Hafnarfjarðar en styst um 10 km.
Reykjavíkurborg setti upp fastan hjólateljara í júní á þessu ári við stíginn meðfram Suðurlandsbraut rétt við gatnamótin við Kringlumýrarbraut. Hann telur þá sem hjóla framhjá og sýnir hversu margir hafa hjólað hjá yfir daginn og yfir árið.
Í vetur verða farnar hjólreiðaferðir frá Hlemmi á laugardagsmorgnum. Að þeim standa Landssamtök hjólreiðamanna og aðildarfélag þess, Hjólafærni. Fyrir-hjólari flesta laugardaga verður Árni Davíðsson hjólafærnikennari og formaður Landssamtaka hjólreiðamanna.
Page 5 of 12