
Leiðir milli Kópavogs og Garðabæjar meðfram Reykjanesbraut
Með nýjum stíg meðfram Reykjanesbraut úr Mjódd í Reykjavík í Lindir í Kópavogi er norður-suður ásinn fyrir hjólandi í austurhluta höfuðborgarsvæðisins að verða til. Þessi norður-suður ás um austurhlutann var í tillögum LHM að leiðum fyrir hjólandi á höfuðborgarsvæðinu og nær meðfram Reykjanesbraut frá Mjódd í Reykjavík að Völlunum í Hafnarfirði. Enn eru nokkrir hlutar af þeirri leið þó ekki nægjanleg vel tengdir. Það á við um Kaplakrikasvæðið í Hafnarfirði og þann sem hér verður fjallað um frá Lindum í Kópavogi að Bæjargili í Garðabæ.