Flokkur: Fréttir LHM

Gleðilega hátíð

Stjórn Landssamtaka hjólreiðamanna þakkar allt það frábæra starf sem unnið hefur verið í þágu hjólreiða og heilbrigðra samgangna á árinu sem er að liða.
Hlökkum til að takast á við ný verkefni með ykkur á næsta ári.

Fyrir hönd stjórnar LHM
Árni Davíðsson
formaður

Flokkur: Fréttir LHM

Síðasta laugardagsferðin fyrir jól

Síðasta laugardagsferðin frá Hlemmi fyrir jól var farinn laugardaginn 30. nóvember. Ferðirnar hafa gengið vel í haust sem endranær og aðsóknin verið ágæt. Fjöldi í ferð hefur verið frá tvemur upp í 15 og eru það þægilegir hópar. Elsti þáttakandinn var rúmlega sjötugur og sá yngsti 9 ára. Vegalengdir og leiðir hafa verið miðaðar við getu þátttakenda. Lengst var farið rúmlega 30 km hringur til Hafnarfjarðar en styst um 10 km.

Teljarinn 16. okt. 2013
Flokkur: Fréttir LHM

Hjólateljari

Reykjavíkurborg setti  upp fastan hjólateljara í júní á þessu ári við stíginn meðfram Suðurlandsbraut rétt við gatnamótin við Kringlumýrarbraut. Hann telur þá sem hjóla framhjá og sýnir hversu margir hafa hjólað hjá yfir daginn og yfir árið.

Flokkur: Fréttir LHM

Hjólaferðir frá Hlemmi í vetur 2013

Í vetur verða farnar hjólreiðaferðir frá Hlemmi á laugardagsmorgnum. Að þeim standa Landssamtök hjólreiðamanna og aðildarfélag þess, Hjólafærni. Fyrir-hjólari flesta laugardaga verður Árni Davíðsson hjólafærnikennari og formaður Landssamtaka hjólreiðamanna.

Flokkur: Fréttir LHM

Leiðbeiningar LHM 2. útgáfa

Vorið 2012 voru útbúnar leiðbeiningar fyrir hjólandi vegfarendur hjá LHM. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna var að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr  núníngi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur á stígum eða götum og var sagt frá útgáfu þeirra hér: Leiðbeiningar um örugga umferð hjólandi. Núna er búið að endurskoða þessar leiðbeiningar og gera þær skýrari og vonandi auðveldari aflestrar.


Flokkur: Fréttir LHM

Tollar felldir niður af reiðhjólum

Þann 1. mars síðast liðinn var felldur niður 10% tollur á reiðhjólum[1] frá löndum utan ESB. Þar með var í höfn baráttumál Landssamtakanna að tollar á reiðhjólum séu sambærilegir við tolla og vörugjöld á mengunarminni bílum. LHM hefur í umsögnum[2,3,4] um hin ýmsu mál hvatt ríkisstjórn og Alþingi til að létta þessum tollum af reiðhjólum enda skjóti það skökku við að hafa 10% toll á reiðhjólum en engan toll eða vörugjöld á mengunarminni bílum sem alltaf menga meira en reiðhjól.

Flokkur: Fréttir LHM

Aðalfundur 2013

Aðalfundur LHM verður haldinn fimmtudaginn 28. febrúar næstkomandi kl. 20:00 í klúbbhúsi Fjallahjólaklúbbsins að Brekkustig 2. Hægt er að láta vita af komu á aðalfund á viðburðiá svæði LHM á Fésbókinni.

Kjörgengi og atkvæðarétt hafa allir félagsmenn þeirra félaga sem aðild eiga að LHM. Íslenski fjallahjólaklúbburinn, Hjólreiðafélag Reykjavíkur, Hjólamenn og Hjólafærni eru nú aðildarfélög að LHM. Fjórir einstaklingar hafa sótt um einstaklingsaðild, Árni Davíðsson, Fjölnir Björgvinsson, Morten Lange og Sesselja Traustadóttir. Hægt er að sækja um aðild fram að aðalfundi og á aðalfundi.

Flokkur: Fréttir LHM

Setjum ljós á hjólin

santaLandssamtök hjólreiðamanna eru í samstarfi við Umferðarstofu um að vekja athygli á mikilvægi ljósa núna þegar haustar að og fer að rökkva. Hjólabúðirnar ætla að vera með lækkað verð á ljósum og tryggingafélögin ætla að gefa ljós. Af þessu tilefni birtum við hér fréttatilkynningu frá Umferðarstofu: