Tenging Salahverfis við Breiðholt

Búið er að tengja saman efsta hluta Seljahverfis í Breiðholti og efsta hluta Salahverfis í Kópavogi með stuttum stígtengingum úr Holtaseli, Jaðarseli, Látraseli og Lækjarseli. Þarna hefur lengi verið um vegleysu að fara a milli hverfanna þótt örstutt sé á milli og góður og breiður stígur á sveitarfélagamörkum allt frá Reykjanesbraut að Kórahverfi í Kópavogi.

Þetta auðveldar leiðina fyrir íbúa í Breiðholti sem ætla t.d. í sund í Salalaug eða í fimleika hjá Gerplu. Golfvöllurinn í Garðabæ/Kópavogi er líka skammt undan. Um golfvöllinn liggur lika malbikaður stígur að Vífilstöðum og þá er stutt orðið að fara í verslanir í Kauptúni í Garðabæ. Fyrir þá sem ætla i norður eru greiðar leiðir úr Seljahverfi að Mjódd og yfir í Elliðaárdal um norðurhluta höfuðborgarsvæðisins.

Hér er Openstreetmap.org uppdráttur af tengingunni sem er teiknuð með rauðum lit á kortið hér að neðan.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mynd frá hjóladegi Breiðholts 7. september 2013. Hópurinn að hjóla í norður á stígnum á bæjarmörkum frá tengingunni við Látrasel.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Horft í norður af háhæðinni.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Horft í suður frá tengingunni við Látrasel. Tenging við Lækjarsel aðeins fjær. Hverfið til vinstri er gatan Lambasel og Kórahverfi í Kópavogi í fjarska.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Upplýsingaskilti Reykjavíkurborgar:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


English

New connection paths have been constructed between Breiðholt in Reykjavik and Salahverfi in Kópavogur.

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.

Nýjustu umsagnir LHM og önnur skjöl