Hellulögn endurnýjuð á stíg á Klambratúni

Núna í haust var hellulögninn á stígnum meðfram Miklubraut á Klambratúni endurnýjuð og lögð að nýju með 40 cm hellum. Gamla hellulögnin var alveg ófullnægjandi sem yfirborð á göngu- og hjólastíg og hafði gliðnað svo á milli hella að dekk á hjólum og barnavögnum gat hæglega fest á mili hellnanna. Gárungarnir sögðu að gamla hellulögnin væri frá landnámi og væri leitun að ósléttari stíg í Reykjavík.

Það væri helst stígurinn meðfram Háaleitisbraut uppfrá Bústaðavegi sem væri sambærilegur.

Nýja hellulögnin er allavega slétt og fín og mun þægilegri að hjóla á. Sumir hafa bent á að malbik væri betri kostur sem undirlag fyrir hjól. Sennilega verður þetta þó ekki til langframa því gera má ráð fyrir einhverjum framkvæmdum til að greiða fyrir umferð eftir Miklubraut. Á þessum kafla hafa margir dreymt um að leggja stokk fyrir Miklubrautina að Hringbraut og hefur sennilega dregist að endurnýja stíginn útaf þessum hugmyndum.

Unnið að hellulögninni í október. Vinnusvæðið var vel merkt og bent á hjáleið með merkingu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


English

The pavement on the path along Miklabraut on Klambratun was renovated this fall.