Leiðir milli Kópavogs og Garðabæjar meðfram Reykjanesbraut

Með nýjum stíg meðfram Reykjanesbraut úr Mjódd í Reykjavík í Lindir í Kópavogi er norður-suður ásinn fyrir hjólandi í austurhluta höfuðborgarsvæðisins að verða til. Þessi norður-suður ás um austurhlutann var í tillögum LHM að leiðum fyrir hjólandi á höfuðborgarsvæðinu og nær meðfram Reykjanesbraut frá Mjódd í Reykjavík að Völlunum í Hafnarfirði. Enn eru nokkrir hlutar af þeirri leið þó ekki nægjanleg vel tengdir. Það á við um Kaplakrikasvæðið í Hafnarfirði og þann sem hér verður fjallað um frá Lindum í Kópavogi að Bæjargili í Garðabæ.

Hægt er að komast þessa leið en vandamálið er að hún er ekki nógu samfelld og ekki nógu aðlaðandi fyrir óvana hjólreiðamenn. Að hjóla á mili hverfa á nefnilega ekki að vera verkefni fyrir Vilborgu pólfara eða aðra harðjaxla. Það eiga allir að geta komist á milli hverfa hjólandi og gangandi, ungir sem aldnir. Nauðsynlegt er að tengja þarna á milli almennilega með auðrataðri og þægilegri leið sem hentar öllum notendum.

Hægt er að finna nokkuð margar leiðir þarna á milli en hér verður einblínt á þrjár leiðir, eina vestan Reykjanesbrautar og tvær austan hennar.

Þær eru sýndar hér á uppdrætti sem hefur verið gerður á Openstreetmap.org grunni.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

"Græna leiðin" vestan Reykjanesbrautar

Þessi leið liggur um bílastæði einnar stærstu verslanamiðstöðvar landsins en er að öðru leyti ekki óþægileg fyrir fullorðna. Nokkur hjólastæði eru við Smáralind og má skella sér í búðir í leiðinni.

Þegar komið er úr Mjóddinni er beygt til hægri við verslanamiðstöðina í Lindum og farið framhjá bílastæðinu þar og yfir Fífuhvammsveg á ljósum. Síðan er beygt til hægri og farið á göngustíg undir Reykjanesbraut, beygt til vinstri upp á bílastæði Smáralindar þar sem hjólað er upp rampinn upp á aðra hæð á bílastæðinu.  Síðan er farið um bílastæðið og göturnar þar til hliðar við Smáralind þar til komið er suður fyrir. Þar er ýmist hægt að hjóla um hringtorgin og inn í Hæðarsmára eða nota gangstéttir og gangbrautir yfir Hagasmára inn í Hæðarsmára. Haldið er áfram upp í Hlíðasmára, sem liggur samsíða Reykjanesbraut, þar til komið er að göngustíg efst í Hliðasmára. Þar er beygt útaf og farið um undirgöng á stígnum undir Arnarnesveg og er þá komið að stíg í Bæjargili í Garðabæ. Þaðan er haldið áfram (ekki til hægri) og leiðin nokkuð greið suður að Kaplakrika í Hafnarfirði.

 

Myndirnar af grænu leiðinni framhjá Smáralind eru teknar núna í október.

Hjólað meðfram Smáralind á tengivegi milli bílastæðanna.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hjólað frá Smáralind í suður að Hagasmára og Hæðarsmára.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hjólað upp Hliðasmára áður en komið er að stíg í undirgöng undir Arnarnesveg.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

"Rauða leiðin" austan Reykjanesbrautar

Þessi leið liggur um smá óbyggðir og fara þarf um stuttan slóða en þar getur maður  leitt hjólið um ef maður er óvanur.

þegar komið er úr Mjódd er farið austan verslanamiðstöðvarinnar í Lindum og síðan farið niður Lindarveg á götu eða gangstétt en engin gangbraut er á þeim stað ennþá. Haldið er áfram á götu um hringtorgin eða á gangstéttum og gangbrautum yfir Núpalind og síðan Fífuhvammsveg. Hægt er að fara i undirgöngum undir Fífuhvammsveg aðeins ofar (austar) og er það ekki mikill krókur. Lindarvegur heldur áfram hinum megin og er haldið áfram upp eftir honum og má hvort heldur vera á götu eða gangstétt. Leiðir skilja við þá sem fara "Bláu leiðina" við undirgöng undir Lindarveg við Álalind. Hagstætt getur verið að fara af gangstéttinni út á Lindarveg við Fitjalind en auðvelt ætti líka að vera að fara yfir grasið allra efst ef gangstétt er ekki kominn þar. Þar sem Lindarvegur endar er beygt til hægri eftir gamla malarveginum (Arnarnesvegi) og hann farinn út að enda. Þar er beygt til vinstri eftir slóð um 100 m og síðan um 50 m slóð niður brekku og er þá komið að malbíkuðum stíg frá Bæjargili í Garðabæ upp í hverfið Hnoðraholt. Þessir slóðar eru vel færir fjallahjólum en auðvelt er líka að leiða hjólin þennan stutta spöl. Auðveldast er síðan að fara í undirgöngin og beygja strax til vinstri þegar út er komið og er þá komið inn á stíginn í Bæjargili.

"Bláa leiðin" austan Reykjanesbrautar

þessi leið er að mestu leyti eins og sú rauða en leiðin hér liggur um gamlar götur í hesthúsahverfinu Glaðheimum.

Blá leiðin byrjar eins og sú rauða en beygt er inn í Álalind af Lindarvegi. Ýmist má fara um götuna eða undirgöngin undir Lindarveg. Farið er út að enda í Álalind og síðan haldið áfram um Goðaholt, gamla götu í hesthúsahverfinu Glaðheimum, sem leið liggur út að enda við nýja Hringtorgið á Arnarnesvegi ofan á Reykjanesbraut. þaðan er farin stutt slóð um 50 inn á malarplan og haldið áfram í gegnum það aðra 50 m og er þá komið út á enda á gamla malarveginum og leiðin sameinast aftur við Rauðu leiðina.

 

Myndirnar austan Reykjanesbrautar eru teknar núna í desember i nokkrum snjó. Óbyggðahluti leiðarinnar er ekki ruddur en var hjólafær fyrir vana þegar myndirnar voru teknar, þrátt fyrir snjóinn.

Horft í norður niður Lindarveg.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Horft í vestur eftir malarveginum Arnarnesvegi.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Horft í suður eftir slóðanum niður að stígnum sem liggur úr undirgöngunum í Bæjargil upp í hverfið Hnoðraholt.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mynd af því hvernig blá og rauða leiðin tengjast stíg úr Bæjargili í Garðabæ.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


English

The eastern north-south route in the Reykjavik capital area along the Reykjanesbraut highway is not completed yet. It is passable though with some local knowledge.

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.

Nýjustu umsagnir LHM og önnur skjöl