Aðalfundur 2014

Aðalfundur LHM verður haldinn fimmtudaginn 20. febrúar næstkomandi kl. 20:00 í klúbbhúsi Fjallahjólaklúbbsins að Brekkustíg 2 í Reykjavík.
Kjörgengi og atkvæðarétt hafa allir félagsmenn þeirra félaga sem aðild eiga að LHM auk einstaklinga með einstaklingsaðild. Íslenski fjallahjólaklúbburinn, Hjólreiðafélag Reykjavíkur, Hjólamenn og Hjólafærni á Íslandi eru nú aðildarfélög að LHM.

Dagskrá fundarins er eins og hér segir:
1.    Kjör fundarstjóra og fundarritara.
2.    Ársskýrsla stjórnar.
3.    Skýrslur nefnda.
4.    Umræður um skýrslur.
5.    Reikningar bornir upp.
6.    Tillögur aðildarfélaga.
7.    Umræður um tillögur aðildarfélaga.
8.    Kynning frambjóðanda og fyrirspurnir til þeirra.
9.    Kjör formanns.
10.   Kjör meðstjórnanda, skoðunarmanns reikninga og nefnda.
 
    2-3 meðstjórnendur kosnir til tveggja ára.
    1-2 varastjórnarmenn kosnir til eins árs.
    skoðunarmaður reikninga og einn til vara
    starfsnefndir
 
11.    Fjárhags- og framkvæmdaáætlun fyrir næsta ár lögð fram.
12.    Önnur mál.
13.    Fundargerð lesin og samþykkt.
 
Stjórn Landssamtaka hjólreiðamanna
 


Lög LHM eru hér.

Þar segir í 4. grein um boðun aðalfundar

Aðalfund LHM skal halda í febrúar ár hvert. Boðað skal til aðalfundarins með auglýsingu sem birtist með mánaðar fyrirvara.

Eigi síðar en 4 vikum fyrir aðalfund skal stjórnin skipa 3ja manna kjörnefnd sem gerir tillögu til aðalfundar um menn í stjórn, varastjórn og sem skoðunarmann reikninga. Kjörnefnd skilar stjórninni tillögum sínum eigi síðar en viku fyrir aðalfund.

Hver sá sem vill gera tillögu um menn til kjörs í stjórn, varastjórn eða sem skoðunarmann reikninga skal á sama hátt hafa skilað stjórn LHM tillögu þess efnis fyrir áðurgreindan tíma með fullgildu samþykki viðkomandi. Aðeins skal kosið um þá menn sem tillaga hefur verið gerð um til stjórnarinnar skv. því sem að ofan greinir.

Heimilt er að stinga upp á frambjóðendum á aðalfundi en þá þarf a.m.k. helmingur fundarmanna að samþykkja að frambjóðandi sé í kjöri.

Tillögur sem einstök félög/félagar hyggjast bera upp á aðalfundi sem og tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist stjórn samtakanna eigi síðar en 2 vikum fyrir aðalfund.

Stjórnin sendir síðan aðildarfélögum LHM tillögurnar fyrir aðalfundinn.

Rétt til setu á aðalfundi hafa allir fullgildir félagar í aðildarfélögum LHM og almennir félagsmenn LHM.

Aðalfundur er löglegur án tillits til fjölda þeirra sem á hann mæta ef löglega er til hans boðað.

Enginn fundarmaður er með meira en 1 atkvæði á aðalfundi og ekki er heimilt að fara með umboð annars við atkvæðagreiðslu eða kosningar.


English

The Annual General Meeting of LHM will be held February 20th. at 8 pm in the club house of the Mountain bike club, Brekkustígur 2, Reykjavik.

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.

Nýjustu umsagnir LHM og önnur skjöl