Stígur Garðahrauni

Nýr stígur hefur verið lagður í Garðahrauni í Garðabæ vestan Reykjanesbrautar frá Vífilstaðavegi að bæjarmörkum við Hafnarfjörð hjá Kaplakrika. LHM gerði þessa umsögn um framkvæmdina. Stígurinn tengir stígana við Vífilstaðaveg saman við stíg í Hafnarfirði sem kemur úr Setbergshverfinu og endar vestan Reykjanebrautar við Kaplakrika svæðið. Miðja vegu tengist hann stíg sem kemur frá Bakkaflöt í Garðabæ og liggur yfir Reykjanesbrautina og að verslanasvæðinu við Kauptún í Garðabæ þar sem IKEA er.

Tengingin í norður frá Vífilstaðavegi er um undirgöng og um stíg sem liggur meðfram og  vestan Reykjanesbrautar yfir Hnoðraholtsbraut og áfram á nýjum stíg meðfram Bæjargili að undirgöngum undir Arnarnesveg. Þaðan er hægt að komast að Smáralind og um stíga í Kópavogi.

Í suður er hægt að komast inn í Hafnarfjörð um Setbergið á ljósum yfir Reykjanesbraut við Hamraberg og i vestur eftir ýmsum krókaleiðum austan við íþróttasvæðið í Kaplakrika og um iðnaðarhverfið. Þar vantar sárlega greiða tengingu í gegnum Kaplakrikasvæðið í vestur. Það er frekar furðulegt að ekki skuli vera gert ráð fyrir greiðum göngu og hjólastígum í gegnum íþróttasvæði en undirgöng undir Fjarðarhraun eru að Kaplakrika. Önnur undirgöng eru undir Reykjanesbraut við Kaplakrika en þau nýtast ekki því engin leið liggur að þeim vestan Reykjanesbrautar.

Hér er Openstreetmap.org uppdráttur af tengingunni sem er teiknuð með rauðum lit inn á kortið.

Hér að neðan eru myndir sem voru teknar í haust í laugardagsferð þegar hjólað var um stíginn.

Við brúna yfir í Kauptún. Horft yfir nýja stíginn í Garðahrauni.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í Austurhrauni við hús Marels, hjólað í suðurátt.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eftir að komið er upp úr beygju niður í Austurhraun, hjólað í suður í átt að Kaplakrika.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Uppdráttur af stígnum í Garðahrauni.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Uppdráttur af stígnum í Austurhrauni.

 

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.

Nýjustu umsagnir LHM og önnur skjöl