Stígur Mjódd-Lindir

Nýr stígur sem tengir saman Mjóddina í Reykjavík og Lindir í Kópavogi var tekin í notkun núna í haust 2013. Stígurinn er vel heppnaður og mikil samgöngubót fyrir hjólandi og gangandi á þessari leið. Miðja vegu tengist hann stíg sunnan að sem er á bæjarmörkum á milli Linda- og Salahvarfis í Kópavogi og Breiðholts í Reykjavík, sem heldur síðan áfram niður í Kópavogsdal í undirgöngum undir Reykjanesbraut og Dalveg.

Leiðin í norður frá Mjóddinni er síðan vel tengd um Elliðaárdal og Fossvogsdal áfram niður í bæ. Leiðin frá Lindum er nokkuð vel tengd við Smárann og við Smáralind en tengingu í suður áfram í Garðabæ er ennþá ábótavant. Fara þarf undir Reykjanesbrautina og fikra sig í gegnum Smáralindarsvæðið og bílastæðin þar til að komast áfram. Tenginguna austan Reykjanesbrautar í Garðabæ vantar áfram en það er þó fjallahjólafært um slóða yfir í hverfið Hnoðraholt í Garðabæ. Það má líka leiða hjólið þann stutta spöl sem er torfær á þeirri leið.

Sagt er frá framkvæmdinni á Framkvæmdasjá Reykjavíkurborgar hér.

Hér er Openstreetmap.org uppdráttur af tengingunni sem er teiknuð með rauðum lit á kortið hér að neðan.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér að neðan eru nokkrar myndir sem voru teknar í laugardagsferð frá Hlemmi núna í haust þegar þessi leið var hjóluð.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.

Nýjustu umsagnir LHM og önnur skjöl