Leiðin í norður frá Mjóddinni er síðan vel tengd um Elliðaárdal og Fossvogsdal áfram niður í bæ. Leiðin frá Lindum er nokkuð vel tengd við Smárann og við Smáralind en tengingu í suður áfram í Garðabæ er ennþá ábótavant. Fara þarf undir Reykjanesbrautina og fikra sig í gegnum Smáralindarsvæðið og bílastæðin þar til að komast áfram. Tenginguna austan Reykjanesbrautar í Garðabæ vantar áfram en það er þó fjallahjólafært um slóða yfir í hverfið Hnoðraholt í Garðabæ. Það má líka leiða hjólið þann stutta spöl sem er torfær á þeirri leið.
Sagt er frá framkvæmdinni á Framkvæmdasjá Reykjavíkurborgar hér.
Hér er Openstreetmap.org uppdráttur af tengingunni sem er teiknuð með rauðum lit á kortið hér að neðan.
Hér að neðan eru nokkrar myndir sem voru teknar í laugardagsferð frá Hlemmi núna í haust þegar þessi leið var hjóluð.