Flokkur: Fréttir LHM

Myndir frá Akureyri + Bakslag í Skálafelli

Fjallabrun  í Hlíðarfjalli AkureyriÁ hjolandi.is eru komnar myndir frá Íslandsmeistaramótinu í fjallabruni 28. ágúst í Hlíðarfjalli Akureyri. En á síðu Skálafell Bike Park eru fréttir af bakslagi með lyftuna í Skálafelli:

Því miður höfum við orðið fyrir svolitlu bakslagi með lyftuna í Skálafelli. Eins og staðan er í dag hafa skíðasvæðin tekið þá ákvörðun að keyra stólalyftuna ekki lengur fyrir reiðhjól.

Ástæðan er sú að hraðastilli vantar á lyftubúnaðinn. Til þess að hægt er að hengja hjólin á stólana hefur þurft að stoppa búnaðinn í hvert skipti. Það hefur verið metið þannig að þessháttar keyrsla muni skemma mótorinn.

Flokkur: Fréttir LHM

Berbakt um bæinn - myndband

img_7992_10205591Hjóla Hrönn hjólaði um bæinn með bert bak á Menningarnótt ásamt nokkrum tugum annara. Hún skar sig úr í flottu öryggisvesti sem hún saumaði sjálf. Hún er líka með skemmtilegt blog þar sem hún birtir myndir sínar og myndbönd.

 

Flokkur: Fréttir LHM

Berbakt um bæinn - myndir

img_35091Á Menningarnótt stóðu Bryndís Þórisdóttir og Morten Lange fyrir fjörugri hjólalest frá Klambratúni niður að miðborginni undir yfirskriftinni Berbakt um bæinn.

World Naked Bike Ride hreyfingin stendur fyrir fáklæddum hjólalestum víða um heiminn og þangað má rekja innblásturinn að þessum viðburð þó eitthvað sé nektin minni. Sumir klæddu sig í anda Cycle Chic og komu klæddir flottum fötum, litasamhæfð með hönskum og öllu. Ein hafði sérsaumað grænt öryggisvesti með endurskyni.

Flokkur: Fréttir LHM

Sérmerktar hjólaleiðir eftir Hverfisgötu

img_28482Í dag verða opnaðar sérmerktar hjólaleiðir eftir Hverfisgötu. Sunnanmegin er búið að merkja fagurgræna hjólarein þar sem áður voru bílastæði. Einnig hafa verið útbúnir rampar þar sem leiðin liggur sumsstaðar yfir útskot í gangstéttinni. Hjólareinin er ekki óslitin alla leið enda er hér eingöngu um tilraunaverkefni að ræða. Norðanmegin hafa verið málaðir hjólavísar til að minna ökumenn á að þeir deila götunni með hjólandi umferð og að bæði ökutækin eiga jafnan rétt á götunum.
Flokkur: Fréttir LHM

Kynning í klúbbhúsi ÍFHK á "hjólreiðastíg" á Hverfisgötu

Fimmtudagskvöld þann 19. ágúst mun Hans Heiðar Tryggvason arkítekt, verkefnisstjóri hjá Umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar, kynna tímabundinn hjólreiðastíg á Hverfisgötu sem tekinn verður í notkun föstudaginn 20. ágúst. Umhverfis- og samgönguráð samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að hleypa þessu tilraunaverkefni af stað til að efla mannlíf í miðborginni og hvetja til aukinna hjólreiða. „Markmið tilraunarinnar er að vekja athygli á Hverfisgötu, möguleikum hennar og sérstöðu og gera hjólreiðar að fullgildum samgöngumáta á þessari leið“ segir Hans. 35 gjaldskyld bílastæði á Hverfisgötu verða helguð hjólreiðum í þessari tilraun. Tilraunin stendur frá föstudeginum 20. ágúst og út septembermánuð.

Flokkur: Fréttir LHM

Opnun hjólreiðavangs – Bike Park í Skálafelli

Á sunnudaginn 8. ágúst verður opnað í Skálafelli fyrsta Bike-Park á Íslandi fyrir fjallahjólreiðar.
Lögð verður alls 3 km löng braut með um 350 m fallhæð. Hægt verður að nota stólalyftuna til að komast upp á fjallstopp og hjóla niður. Á neðri hluta svæðisins verða Dirt-Jump og BMX stökkpallar.

Formleg opnun verður þann 8. ágúst með keppni í BMX og Fjallabruni en nánari dagskrá verður auglýst síðar. Til stendur að hafa svæðið opið um helgar fram á haust á meðan veður leyfir.