Í samstarfi við Reykjavíkurborg og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru Landssamtök hjólreiðamanna að fara af stað með verkefni þar sem hægt er að koma með ábendingar um umferðarljós fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur.
Fyrirhugað er að frumvarp að nýjum umferðarlögum verði lagt fram á Alþingi á árinu. LHM mun senda umsögn um þau og gera athugasemdir líkt og undanfarin ár. Við viljum heyra skoðanir hjólandi á lögunum og ræða þetta óformlega á opnum fundi þriðjudaginn 30. janúar. Allir velkomnir.
Aðalfundur LHM verður haldin 27. febrúar 2018 kl. 20:00 í húsnæði ÍSÍ, Engjavegi 6.
Allir eru velkomnir. Kjörgengi og atkvæðarétt hafa allir félagsmenn þeirra félaga sem aðild eiga að LHM
Landssamtök hjólreiðamanna LHM óska eftir því að Fréttablaðið/Vísir leiðrétti þessa frétt. Fréttin er röng og meiðandi fyrir hjóreiðamenn. Haldið er fram að hjólreiðamenn hafi valdið 91 umferðarslysi á síðasta ári þar sem ökumenn bifreiða hafi slasast. Hið rétt er að þessir 91 ökumenn sem slösuðust og sagt er frá í töflu nr. 1.6.3 "Orsakir slysa" í skýrslu Samgöngustofu voru ökumenn reiðhjóla, það er hjólreiðamenn. Það er því fullkomlega rangt að halda því fram sem fram kemur í frétt Fréttablaðsins og á Vísi og er það skylda blaðsins að birta hið rétta í blaðinu í vandaðri umfjöllun. Í henni ætti að ræða við höfund skýrslu Samgöngustofu og fulltrúa LHM.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) birti 15. mars skýrslu um fyrsta banaslys hjólreiðamanns í 18 ár. Slysið varð 21. desember 2015 þegar ekið var aftan á hjólreiðamann á Vesturlandsvegi vestan Höfðabakka. Hjólreiðamaðurinn var vel útbúinn umfram kröfur laga og reglugerða. Útsýni var gott og lýsing með besta móti. Ekkert hefði átt að hindra ökumanninn í að sjá fram á veginn og varast slys. Bílstjórinn ók yfir lögmætum hámarkshraða sem bæði minnkar þann tíma sem hann hefur til að bregðast við hættum framundan og eykur líkur á alvarlegum meiðslum eða dauðsfalli við árekstur. Að auki voru þrír hlutir við framrúðu ökumanns sem trufluðu útsýni hans auk þess sem hann hafði verið á langri næturvakt.
Aðalfundur LHM verður haldin 9. mars kl. 20:00 í húsnæði Fjallahjólaklúbbsins, Brekkustíg 2, 101 Reykjavík.
Allir eru velkomnir. Kjörgengi og atkvæðarétt hafa allir félagsmenn þeirra félaga sem aðild eiga að LHM
Page 3 of 12