Opinn fundur um breytingar á umferðarlögum

Fyrirhugað er að frumvarp að nýjum umferðarlögum verði lagt fram á Alþingi á árinu. LHM mun senda umsögn um þau og gera athugasemdir líkt og undanfarin ár. Við viljum heyra skoðanir hjólandi á lögunum og ræða þetta óformlega á opnum fundi þriðjudaginn 30. janúar. Allir velkomnir.

Helstu athugasemdir frá LHM snúa að atriðum sem;

  • Hefta aðgengi að hjólreiðum
  • Hefta aðgengi að vegakerfinu
  • Mótmæla tilraunum til að láta endurskilgreina hugtakið reiðhjól 

Helstu kröfur hafa snúið að:

  • -Frjálsu vali á klæðaburði óháð vali á fararmáta
  • -Frjálsu vali á þeim leiðum sem fólk telur öruggast
  • -Að nútíma aðbúnaður eins og hjólastígar og -reinar séu skilgreind í umferðarlögum og lögum um merkingar vega. 

Og ekki síst að ekki á að færa í lög atriði sem hefta frelsi einstaklinga að óþörfu og án haldbærs rökstuðnings.
 
Fyrri umsagnir LHM má lesa í skjalasafni LHM 
 
Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 30. janúar í húsnæði ÍSÍ við Engjaveg 6, í sal C á þriðju hæð.
 
Fundurinn byrjar kl. 19 og áætlað að hann standi yfir í tvo tíma. Boðið verður upp á kaffi og kleinur.
 
Staðsetning: https://ja.is/ithrotta-og-olympiusamband-islands/
 
Hér má lesa frumvarpið eins og það var lagt fram síðast: http://www.althingi.is/altext/141/s/0180.html

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.