Eins og hjólandi þekkja vel eru mörg umferðarstýrð umferðarljós í götu sem ekki skynja þegar reiðhjól kemur að þeim og fær hinn hjólandi þá ekki grænt ljós eins og önnur umferð. Þá eru mörg gangbrautarljós með ýmsa vankanta. Til dæmis þegar sá sem kemur að þeim hjólandi eða gangandi veit ekki hvort hann eigi að ýta á hnapp til að fá grænan karl. Sum hnappatæki gefa heldur ekki til kynna hvort ýtt hafi verið á takkann og veit notandinn því ekki hvort hann hafi verið numin af tækinu. Í öðrum tilfellum er ljósið sem vegfarandinn fær of stutt til að komast yfir akbrautina jafnvel þótt hann sé hraustur og hvað þá ef hann á erfitt um hreyfingar eða er í hjólastól.
Landssamtök hjólreiðamanna safnar þessum ábendingum og kemur þeim á viðkomandi sveitarfélag til skoðunar og úrbóta. Einnig má setja inn ábendingar á vefinn www.bikemap.org/is.