Ný stjórn LHM

Á aðalfundi LHM sem haldinn var þann 27. febrúar urðu nokkur mannaskipti í stjórn samtakanna. Ásbjörn Ólafsson sem hefur verið formaðu LHM s.l. þrjú ár frá aðalfundi 2015 gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn. 

Honum voru þökkuð vel unnin störf en Ásbjörn er búinn að vera í stjórn samtakanna frá árinu 2010. Í stað hans var kosin formaður Árni Davíðsson sem var formaður stjórnar árin 2010 til 2013. Aðrir í stjórn eru Guðjón Helgason, Óðinn Snær Ragnarsson, Páll Guðjónsson, Sesselja Traustadóttir og Sigurður M Grétarsson. Varamenn í stjórn voru kjörnir Haukur Eggertsson og Morten Lange. 

Hér er hægt að skoða stjórn LHM.
Hér er fundargerð aðalfundar og Ársskýrsla LHM 2017.