Tilkynning vegna fréttar sem er röng og meiðandi fyrir hjóreiðamenn

Landssamtök hjólreiðamanna LHM óska eftir því að Fréttablaðið/Vísir leiðrétti þessa frétt. Fréttin er röng og meiðandi fyrir hjóreiðamenn. Haldið er fram að hjólreiðamenn hafi valdið 91 umferðarslysi á síðasta ári þar sem ökumenn bifreiða hafi slasast. Hið rétt er að þessir 91 ökumenn sem slösuðust og sagt er frá í töflu nr. 1.6.3 "Orsakir slysa" í skýrslu Samgöngustofu voru ökumenn reiðhjóla, það er hjólreiðamenn. Það er því fullkomlega rangt að halda því fram sem fram kemur í frétt Fréttablaðsins og á Vísi og er það skylda blaðsins að birta hið rétta í blaðinu í vandaðri umfjöllun. Í henni ætti að ræða við höfund skýrslu Samgöngustofu og fulltrúa LHM.

 Hitt er svo annað mál að framsetningin er villandi í töflu 1.6.3. Hæpið er að segja að orsök slyss sé hjólreiðamaður í öllum tilvikum þegar hjólreiðamaður lendir í óhappi. Samgöngustofa heldur því t.d. ekki fram að orsökin sé í öllum tilvikum ökumaður bíls þegar bílstjóri lendir í óhappi. Orsök óhapps þegar hjólreiðamaður dettur getur t.d. verið hálka, hola á stíg eða vegi eða margar aðrar orsakir. LHM fer einnig fram á að Samgöngustofa lagi framsetningu í skýrslu sinni framvegis og geri ekki hjólreiðamenn að ósekju að sökudólgum.

Þá þarf að halda því til haga að hjólreiðamenn er fjölbreyttur hópur. Allur almenningur hjólar á hverju ári en um 61% íbúa höfuðborgarsvæðisins sagðist hjóla a.m.k. einu sinni á ári í ferðavenjukönnun höfuðborgarsvæðisins 2011. Margir þessara ökumanna reiðhjóla sem slösuðust voru börn og fólk sem hjólar til samgangna eða sér til skemmtunar. Aðeins hluti þessa hóps sem slasaðist stundar hjólreiðar sem íþrótt eða til æfinga og er því sjónarhóll Fréttablaðsins einnig rangur að þessu leyti.

Árni Davíðsson,
Stjórnarmaður í LHM
www.LHM.is

 

Tengt efni:

Fyrirsögn á visir.is:

http://www.visir.is/g/2017170419414/adeins-slaem-faerd-veldur-fleiri-slysum-en-hjolreidamenn

 

Slysaskýrsla Samgöngustofu 2016
https://www.samgongustofa.is/media/umferd/skyrslur/Slysaskyrsla2016.pdf

Tafla úr skýrslunni:

 

Hvað er alvarlegt og hvað ekki?
Umfjöllun um gildishlaðið orðfæri þegar kemur að slysaskráningum.
http://www.fjallahjolaklubburinn.is/pistlar-og-greinar/pistlar/1025-hvad-er-alvarlegt-og-hvad-ekki

Samgönguhjólreiðar
Bæklingur þar sem farið er yfir það hvernig hámarka má öryggið við hjólreiðar.
http://hjolreidar.is/um-vefinn/baeklingar-2016 

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.