Verkefnið "Reiðhjól talin við skóla" að ljúka

 

Í vetur stóð Landssamtök hjólreiðamanna fyrir verkefni þar sem sjálfboðaliðar töldu reiðhjól við grunnskóla og framhaldsskóla landsins. Af því tilefni óskuðu samtökin eftir þátttöku almennings í verkefninu og tóku margir þátt um allt land. Nú er verkefninu að ljúka á næstu vikum en tekið verður við niðurstöðum allt þar til skólahaldi lýkur núna í sumar. 
Við viljum því hvetja alla til að ljúka sínum talningum sem fyrst og skila inn gögnum í þessum tengli:  Tengill á könnun
 
Markmið verkefnisins var að safna upplýsingum um hlutdeild hjólreiða barna í skólann um land allt yfir eitt skólaár hið minnsta. Einnig að kanna aðstöðu fyrir börn til hjólreiða og áhrif veðurs og færðar á hjólreiðar barna í grunn- og framhaldsskólum. Upplýsingarnar verða teknar saman í tölfræði nú í sumar og birtar á vef Landsamtakanna www.LHM.is og vísað til þeirra í umfjöllun samtakanna um þessi mál. Þær verða líka aðgengilegar öllum sem vilja fjalla um þetta málefni. Saman getum við safnað mikilvægum upplýsingum um hjólreiðar barna og haft áhrif á það að börnin okkar fái að tileinka sér þennan holla og skemmtilega lífsstíl.
 
Gert er ráð fyrir að framhald verði á þessu verkefni næsta haust og verður það kynnt síðar. 
 
Þá er skemmtilegt að setja myndir af reiðhjólum við skóla á samfélagsmiðlum eins og Twitter, Instagram eða Facebook með hashtaginu #reidhjolvidskola. 

Nánari upplýsingar:

Póstfang LHM: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Póstfang Árna umsjónarmanns könnunar: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Heimasíða LHM: www.lhm.is
 

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.

Nýjustu umsagnir LHM og önnur skjöl