Aðalfundur LHM verður haldin 16. febrúar kl. 19:30 í húsnæði ÍSÍ Engjaveg 6, 3. hæð
Allir eru velkomnir. Kjörgengi og atkvæðarétt hafa allir félagsmenn þeirra félaga sem aðild eiga að LHM
Núna um áramótin falla niður tollar á varahlutum fyrir reiðhjól. Sömuleiðis falla niður tollar á fatnaði og skóm þar á meðal sérstökum fatnaði og skóm fyrir reiðhjólamenn.
Stjórn LHM harmar þann atburð sem varð í Ártúnsbrekkuna í gær þegar bifreið var ekið á hjólreiðamann með þeim afleiðingum að hann lést. Hugur okkar hvílir hjá fjölskyldu þess látna og ökumanninum.
Í vetur verða farnar hjólreiðaferðir frá Hlemmi á laugardagsmorgnum. Að þeim standa Landssamtök hjólreiðamanna og aðildarfélag þess, Hjólafærni. Fyrir-hjólari flesta laugardaga verður Árni Davíðsson hjólafærnikennari og stjórnarmaður Landssamtaka hjólreiðamanna.
Föstudaginn 18. september verður fimmta ráðstefna Hjólafærni og Landssamtaka hjólreiðamanna undir heitinu Hjólum til framtíðar.
Megintilgangurinn með ráðstefnunni er að leggja rækt við virka vegfarendur, ánægjuaukandi hjólreiðar, samfélagslega framlegð, lýðheilsuþátt hjólreiða og skoða umhverfið sem við bjóðum í lífvænni borg.
Haustið 2014 voru gerðar öryggisskoðanir á nokkrum völdum hjólastígum á höfuðborgarsvæðinu. Þær voru hluti af verkefni sem var styrkt af Rannsóknarsjóði vegagerðarinnar til að gera skýrslu um öryggiskoðun hjólastíga.
Landssamtök hjólreiðamanna, LHM, sjá sig knúin til að koma eftirfarandi yfirlýsingu á framfæri vegna frétta af breytingum á umferðarlögum t.d. ný ákvæði um rafmagnsvespur. Landssamtök hjólreiðamanna geta ekki tekið undir ályktun meirihluta Fagráðs um umferðarmál sem Fagráðið ákvað að birta við gildistöku breyttra umferðarlaga 1.apríl 2015 tengda rafvespum og skyldum ökutækjum.
Aðalfundur LHM verður haldin 25. febrúar kl. 19:30 í húsnæði ÍSÍ Engjaveg 6, 3. hæð
Allir eru velkomnir. Kjörgengi og atkvæðarétt hafa allir félagsmenn þeirra félaga sem aðild eiga að LHM
Í vetur verða farnar hjólreiðaferðir frá Hlemmi á laugardagsmorgnum. Að þeim standa Landssamtök hjólreiðamanna og aðildarfélag þess, Hjólafærni. Fyrir-hjólari flesta laugardaga verður Árni Davíðsson hjólafærnikennari og varaformaður Landssamtaka hjólreiðamanna.
Um helmingur starfsmanna ÁTVR hefur skrifað undir samgöngusamninga sem skila sér margfalt tilbaka, ekki bara í bættu heilsufari og betri líðan starfsmanna, heldur fylgir þeim líka fjárhagslegur ávinningur fyrir alla. Starfsmenn fá 7000 kr. skattfrjálst mánaðarlega og heilsu þeirra hefur farið svo fram að fækkun veikindadaga jafngildir sex starfsmannagildum fyrir fyrirtækið.
Page 4 of 12