Verkefnið: Reiðhjól talin við skóla

Núna í vetur ætla Landssamtök hjólreiðamanna að standa fyrir verkefni þar sem sjálfboðaliðar telja reiðhjól við grunnskóla og framhaldsskóla landsins. Af því tilefni óska samtökin eftir þátttöku almennings í verkefninu. 
Markmiðið er að safna upplýsingum um hlutdeild hjólreiða barna í skólann um land allt yfir eitt skólaár hið minnsta. Einnig að kanna aðstöðu fyrir börn til hjólreiða og áhrif veðurs og færðar á hjólreiðar barna í grunn- og framhaldsskólum. Upplýsingarnar verða teknar saman í tölfræði og birtar á vef Landsamtakanna www.LHM.is og vísað til þeirra í umfjöllun samtakanna um þessi mál. Þær verða líka aðgengilegar öllum sem vilja fjalla um þetta málefni.
 
Til að taka þátt má einfaldlega nota þennan tengill: Tengill á könnun
 
Endilega verið með og hvetjið líka aðra til að taka þátt með því að senda tengilinn á könnunina áfram á vini og vandamenn. Skólum og framhaldsskólum er að sjálfsögðu velkomið að taka þátt eða hafa samband. Saman getum við safnað mikilvægum upplýsingum um hjólreiðar barna og haft áhrif á það að börnin okkar fái að tileinka sér þennan holla og skemmtilega lífsstíl.
 
Þá er skemmtilegt að setja myndir af reiðhjólum við skóla á samfélagsmiðlum eins og Twitter, Instagram eða Facebook með hashtaginu #reidhjolvidskola. 
 
Verkefnið stendur yfir í allan vetur. Gott er ef sjálfboðaliðar telja a.m.k. einu sinni í mánuði yfir allan veturinn. Allir geta tekið þátt í verkefninu.

Nánari upplýsingar:

Póstfang LHM: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Póstfang Árna umsjónarmanns könnunar: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Heimasíða LHM: www.lhm.is