Aðalfundur LHM verður haldin 16. febrúar

Aðalfundur LHM verður haldin 16. febrúar kl. 19:30 í húsnæði ÍSÍ Engjaveg 6, 3. hæð

Allir eru velkomnir. Kjörgengi og atkvæðarétt hafa allir félagsmenn þeirra félaga sem aðild eiga að LHM

 

Aðildarfélög LHM eru:

Allir félagar þessara félaga eru fullgildir meðlimir LHM og með atkvæðisrétt á aðalfundum LHM. Þar að auki var árið 2012 opnað á beinum skráningu einstaklinga í LHM.

 

Dagskrá:

19:30     Fyrirlestur

 

20:00      Aðalfundur

  • 1. Kjör fundarstjóra og fundarritara
  • 2. Ársskýrsla stjórnar
  • 3. Skýrslur nefnda
  • 4. Umræður um skýrslur
  • 5. Reikningar bornir upp
  • 6. Tillögur aðildarfélaga/ félagsmanna - Sjá lagabreytingatillögur fyrir neðan.
  • 7. Umræður um tillögur aðildarfélaga/ félagsmanna
  • 8. Kynning frambjóðanda og fyrirspurnir til þeirra - Sjá tillögur kjörnefndar fyrir neðan
  • 9. Kjör formanns
  • 10. Kjör meðstjórnanda, skoðunarmanns reikninga og nefnda
  • 11. Fjárhags- og framkvæmdaáætlun fyrir næsta ár lögð fram
  • 12. Önnur mál
  • 13. Fundargerð lesin og samþykkt

Nánar um staðsetningu: kort

Þeir sem hafa áhuga á að ganga til liðs við stjórnina geta haft samband við formann kjörnefndar Sesselju Traustadóttir – This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Lög Landssamtaka hjólreiðamanna má lesa hér: Lög LHM

 

Tillögur kjörnefndar:

Tillaga um formann – Ásbjörn Ólafsson – gefur kost á sér

Tveir fulltrúar í stjórn LHM til 2ja ára. Páll og Sesselja voru kosin til tveggja ára í fyrra og sitja því áfram í stjórn næsta árið.

Árni Davíðsson, ÍFHK, gefur áfram kost á sér til starfa til 2ja ára.

Morten Lange, ÍFHK, gefur kost á sér til starfa í stjórn LHM til 2ja ára.

 

Tveir fulltrúar í stjórn LHM til 1 árs

Anna Kristín, starfsmaður hjá Bike Companyinu, er tilbúin að gefa kost á sér í stjórn LHM til eins árs.

Vilberg Helgason, Hjólreiðafélagi Akureyrar, er tilbúinn að bjóða sig fram í stjórn til eins árs.

 

Varastjórn

Haukur Eggertsson, Hjólamenn, er tilbúinn að starfa sem virkur gjaldkeri LHM í varastjórn til eins árs.

Haraldur Karlsson er tilbúinn að vera í varastjórn.

Sigurður M. Grétarsson, ÍFHK, tilbúinn að vera áfram í varastjórn.

 

Félagslegur skoðunarmaður reikninga

Hrönn Harðardóttir, ÍFHK, gefur kost á sér.

Finnur Sveinsson, Bjartur, er tilbúinn að vera varaskoðunarmaður reikninga.

 

Tillögur að breytingum laga

Morten Lange lagði til að eftirfarandi breytingar yrðu gerðar á lögum LHM. Aðrar breytingatillögur bárust ekki.

 

3. grein - Markmið félagsins og verkefni

Núgildandi lög:

Að efla hjólreiðar á Íslandi sem raunhæfan samgöngumáta og vera í forsvari hjólandi umferðar á Íslandi.
Samtökin skulu útbreiða og efla hjólreiðar sem keppnisíþrótt, fjölskylduvæna almenningsíþrótt og heilsusamlegan lífsmáta.
Samtökin beita sér fyrir hvers konar fræðslu- og kynningarstarfsemi í samstarfi við félög og áhugafólk á öllum aldri.

Tillaga:

Landssamtök hjólreiðamanna  vinna að því að efla hjólreiðar á Íslandi.

Samtökin vilja útbreiða og efla hjólreiðar sem samgöngumáta, ferðamáta, heilsusamlegan lífsmáta, og sem fjölskylduvæna almenningsíþrótt og keppnisíþrótt. Samtökin beita sér af því tilefni fyrir margvíslegu starfi beint að yfirvöldum, félagasamtökum, vinnustöðum og einstaklinga, og standa fyrir hverskonar fræðslu- og kynningarstarfsemi í samstarfi við yfirvöld, félög og áhugafólk á öllum aldri. LHM eru regnhlífasamtök og hjá aðildarfélögum fer fram margvíslegt og mikilvægt starf.

Hjólreiðar eru í sérstöðu sem heilsusamleg, umhverfisvæn og hagkvæm samgöngumáta, ekki síst í þéttbýli. Hjólreiðar bjóða miklivægan hluti lausnar við mörgum af helstu áskorunum nútímans sem stjórvöld vilja vinna að, til dæmis loftslagsmál, loftmengun, hávaðamengun, lýðheilsuáskoranir, umferðarteppur, sjálfbæra þróun og skilvirkari og mannvænna skipulag þéttbýlis og landsbyggðar.  Hjólreiðar og reiðhjól eru í senn raunveruleg lausn, öflug merkisberi og táknmynd fyrir bætta framtíð.

 

4. grein - Aðalfundur LHM

Ákvæði í núgildandi lögum:

2-3 meðstjórnendur eru kosnir til 2ja ára þannig að stjórnina skipa 4-6 auk formanns. Stjórnin skiptir með sér verkum varaformanns, gjaldkera, ritara og meðstjórnanda. Kjósa skal 1-2 varastjórnarmenn til eins árs

 

Tillaga:

 

2-4 meðstjórnendur eru kosnir til 2ja ára þannig að stjórnina skipa 4-9 auk formanns. Stjórnin skiptir með sér verkum varaformanns, gjaldkera, ritara og meðstjórnanda. Kjósa skal 1-2 varastjórnarmenn til eins árs.

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.

Nýjustu umsagnir LHM og önnur skjöl