Yfirlýsing um skerðingu á ferðafrelsi

Landssamtök hjólreiðamanna, LHM, sjá sig knúin til að koma eftirfarandi yfirlýsingu á framfæri vegna frétta af breytingum á umferðarlögum t.d. ný ákvæði um rafmagnsvespur.  Landssamtök hjólreiðamanna geta ekki tekið undir ályktun meirihluta Fagráðs um umferðarmál sem Fagráðið ákvað að birta við gildistöku breyttra umferðarlaga 1.apríl 2015 tengda rafvespum og skyldum ökutækjum.

Landssamtökin taka undir að best hefði farið á því að skoða að hækka lágmarksaldur á bifhjólum í flokki I  og gera ökutækin tryggingaskyld, til samræmis við reglur um önnur vélknúin ökutæki.  Við leggjumst hins vegar sterklega gegn því að takmarka ferðafrelsi fólks eftir almennum vegum, háð því hvaða ferðamáta það kýs, að því gefnu að ökumaðurinn hafi aldur til og ferðamátinn, í þessu tilviki ökutækið rafmagnsvespan / létt bifhjól í flokki I, sé á annað borð viðurkenndur og löglegur.  Þá finnst okkur táknrænt að óöryggi og möguleg óbein skerðing á ferðafrelsi notenda göngustíga og gangstétta virðist ekki koma inn í mati á fyrirkomulagi umferðar þessara tiltölulega nýju farartækja nema af hálfu Landssamtaka hjólreiðamanna og Samtaka um bíllausan lífsstíl.

Bent er á að þessi yfirlýsing sé í samræmi við umsögn LHM við breytingu á umferðarlögum sem send var Samgöngunefnd og birt á vef Alþingis í haust.

Samkvæmt því sem LHM fá best séð er hvergi í nágrannalöndum lagt almennt bann við að ferðast eftir almennum vegum háð vali á fararmáta enda myndi það líklega stangast rækilega á við Vínarsáttmálann um umferð frá 1968 sem þau eiga aðild að  ólíkt Íslandi.

LHM taka afstöðu í þessu máli af nokkrum ástæðum:

  • Rétturinn til að ferðast um eru skilgreind sem mannréttindi og ætti allra síst að skerða gagnvart þeim ferðamátum sem minnst menga og / eða efla lýðheilsu. Það má finna stuðning við þessu í yfirlýsingu frjálsra félagasamtaka á sviði umferðaröryggismála frá 2009, kölluð "The Brussels declaration".
  • Það er greinilegt að notendur léttra bifhjóla eiga sér ekki málsvara í íslensku samfélagi.
  • Á meðan er lagt upp með að banna bifhjólum á almennum vegum þá er beint verið að senda þá á stíga og jafnvel gangstéttir.  Of lítið er tekið á skyldu ökumanna léttra bifhjóla að sýna gangandi og hjólandi tillitssemi. 
  • LHM andmælir þessu og vonast til að hljóta stuðnings annarra ef svo illa vildi til  að stungið yrði upp á bann gegn frjálsri för á reiðhjólum.

LHM benda einnnig á að ef vandamálið sem  er verið að bregðast við, sé að unglingar aka rafmagnsvespum á vegum með háum umferðarhraða eða mikla umferð, þá er hægt að leysa það með öðrum hætti en að banna öllum landsmönnum að aka umhverfishæfustu og hagkvæmustu ökutækin næst eftir reiðhjólum og rafmagnsreiðhjólum á öllum helstu vegum.

LHM gerði fleiri athugasemdir við frumvarpið svo sem hvernig verið er að skilgreina tæki sem klárlega eru ekki reiðhjól sem reiðhjól í stað þess að kalla þau sínum eigin nöfnum og segja að ákvæði laganna um reiðhjól eigi jafnframt við þessi tæki.

Sjá líka grein Árna Davíðssonar, varaformanns LHM  sem tekur á helstu atriði í umsögn LHM við breytingu á umferðarlögum og grein þeirra Páls Guðjónssonar um skilgreiningu á léttum ökutækjum

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.