Hjólum til framtíðar 2015

Föstudaginn 18. september verður fimmta ráðstefna Hjólafærni og Landssamtaka hjólreiðamanna undir heitinu Hjólum til framtíðar.

Megintilgangurinn með ráðstefnunni er að leggja rækt við virka vegfarendur, ánægjuaukandi hjólreiðar, samfélagslega framlegð, lýðheilsuþátt hjólreiða og skoða umhverfið sem við bjóðum í lífvænni borg.

Við höfum boðið til landsins Dorthe Pedersen frá Cykling uden alder, sem er einstaklega hlýtt og skemmtilegt samfélagsverkefni og hefur sannarlega slegið í gegn í Danmörk og víðar í heiminum. Á Íslandi er einnig hafin vinna við að innleiða verkefnið. Það gengur út á að hjúkrunarheimili eignist sín eigin farþegahjól, sem gera vistmönnum fært að hjóla áfram um bæjarfélagið sitt í samvinnu við sjálfboðaliða úr röðum ættingja, starfsmanna og nágranna.

Yfirskrift ráðstefnunnar fylgir slagorðum Evrópsku samgönguvikunnar í ár: Veljum – blöndum & njótum.

Til að hita vel upp fyrir ráðstefnuna bjóða Hjólafærni og LHM uppá rólega hjólaferð um Höfuðborgarsvæðið þar sem við veltum fyrir okkur þeim breytingum sem hafa orðið á aðstæðum til hjólreiða síðustu árin.  Við munum hittast á pallinum á bak við Farfuglaheimilið í Laugardal fimmtudaginn 17. sept kl. 18. Hjólum þaðan í tvo tíma og fáum okkur svo heita súpu á eftir. Myndin er tekin í hjólaferðinni 2014.

Nánari upplýsingar um dagskrá má sjá á vef Landssamtaka hjólreiðamanna;  www.lhm.is, þar sem einnig eru upplýsingar um skráningu og aðra viðburði í tengslum við ráðstefnuna.

Hvar: Smárabíó í Smáralind

Hvenær: 18. september 2015, klukkan 9 til 16

Skráning hér

Tengiliður: Sesselja Traustadóttir, s. 864 2776 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Stuðningsaðilar:

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.

Nýjustu umsagnir LHM og önnur skjöl