Við höfum boðið til landsins Dorthe Pedersen frá Cykling uden alder, sem er einstaklega hlýtt og skemmtilegt samfélagsverkefni og hefur sannarlega slegið í gegn í Danmörk og víðar í heiminum. Á Íslandi er einnig hafin vinna við að innleiða verkefnið. Það gengur út á að hjúkrunarheimili eignist sín eigin farþegahjól, sem gera vistmönnum fært að hjóla áfram um bæjarfélagið sitt í samvinnu við sjálfboðaliða úr röðum ættingja, starfsmanna og nágranna.
Yfirskrift ráðstefnunnar fylgir slagorðum Evrópsku samgönguvikunnar í ár: Veljum – blöndum & njótum.
Til að hita vel upp fyrir ráðstefnuna bjóða Hjólafærni og LHM uppá rólega hjólaferð um Höfuðborgarsvæðið þar sem við veltum fyrir okkur þeim breytingum sem hafa orðið á aðstæðum til hjólreiða síðustu árin. Við munum hittast á pallinum á bak við Farfuglaheimilið í Laugardal fimmtudaginn 17. sept kl. 18. Hjólum þaðan í tvo tíma og fáum okkur svo heita súpu á eftir. Myndin er tekin í hjólaferðinni 2014.
Nánari upplýsingar um dagskrá má sjá á vef Landssamtaka hjólreiðamanna; www.lhm.is, þar sem einnig eru upplýsingar um skráningu og aðra viðburði í tengslum við ráðstefnuna.
Hvar: Smárabíó í Smáralind
Hvenær: 18. september 2015, klukkan 9 til 16
Tengiliður: Sesselja Traustadóttir, s. 864 2776 eða
Stuðningsaðilar: