Um þessar mundir stendur yfir stór alþjóðleg ráðstefna um hjólreiðar í Sevilla á suður-Spáni. Í gær talaði Gro Harlem Brundtland, sem er meðal annars fyrrverandi forstjóri Alþjóða heilbrigðismálastofnunni, WHO. Á ráðstefnunni eru mættir tæknivæddir, áhugasamir og orðheppnir menn sem segja frá ráðstefnunni á samskiptrasíðunni twitter. Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi. Það má líka fara inn á twitter og skoða, án þess að skrá sér sem notanda, og skoða til dæmis skilaboðin sem hafa verið merkt #velocity2011 : http://twitter.com/#search?q=%23velocity2011
Aðalfundur LHM verður haldinn fimmtudaginn 31. mars næstkomandi kl. 18:00 í klúbbhúsi Fjallahjólaklúbbsins að Brekkustíg 2, 101 Reykjavík. Húsið opnar kl. 17:30
Landssamtök hjólreiðamanna vilja benda jólasveininum á að skynsamlegt er að gefa ljós á reiðhjól og endurskin í skóinn til ungra hjólreiðamanna.
Ljós eru sömuleiðis góð jólagjöf handa öllum hjólreiðamönnum.
Ljós er nauðsynlegur skyldubúnaður(1) á reiðhjólum og þau eru mikilvæg til að hjólreiðamaðurinn sé sýnilegur í myrkri. Þau gera honum líka kleift að sjá gangandi vegfarendur með endurskin á stígum. Ljósið á að vera hvítt eða gult að framan og rautt að aftan. Ljós gefa mismikla lýsingu og eru á mismunandi verði og hægt er að fá ljós sem ekki nota rafhlöður og þurfa lítið viðhald.
Til að svara fyrirspurn ECF um reiðhjólaeign landsmanna var leitað til Hagstofu Íslands. Þar á bæ voru ekki til upplýsingar um reiðhjóleign þótt að spurt sé um ýmislegt annað í neyslukönnun Hagstofunnar. Hinsvegar eru til nákvæmar upplýsingar um innflutning reiðhjóla og það eru þær upplýsingar sem verða raktar hér.
Nýlega var LHM að svara fyrirspurn frá Samtökum evrópskra hjólreiðamanna (ECF) um ýmislegt er varðar hjólreiðar, reiðhjólaaeign og stefnumál stjórnvalda í hjólreiðamálum. Til að svara þessari fyrirspurn var leitað fanga víða.
Reykjavíkurborg er nú með átak gegn notkun nagladekkja undir bifreiðar sem er gott og vonandi fær hjólreiðafólk að njóta betri loftgæða fyrir vikið. Það á hinsvegar allt annað við um nagladekk undir reiðhjól heldur en bifreiðar. Við mælum eindregið með að allir noti nagladekk undir hjólin sín á veturna. Þau gefa frábært grip í þeirri hálku sem oft er á stígum og víðar því þar er minni umferð en á akbrautunum og leiðir hlykkjóttari og mikilvægt að hafa gott grip.
Nú er lokið tilraun Reykjavíkurborgar með hjólarein upp Hverfisgötu í austurátt sem var hleypt af stokkunum í tengslum við menningarnótt og átti að standa út september(1). LHM kom að þessari framkvæmd með því að skoða hvort hönnun hjólareinarinnar og hjólavísana væri örugg fyrir hjólandi umferð. Þótt hönnun hafi verið vel undirbúin og eins vönduð og hægt var miðað við þá annmarka sem tilraunin setti henni var kynning til hagsmunaaðila greinilega ekki nógu góð og kom of seint. Þá var gerð mistök þegar reinin og hjólavísarnir voru kynntir sem hjólastígur(2). Það hefur hugsanlega valdið því að fólk misskildi að það ætti að hjóla í báðar akstursstefnur á hjólareininni og var þá kvartað yfir því að „stígurinn“ væri skuggamegin í götunni!
Nú á vormánuðum 2011 verður haldið áfram með hjólreiðaferðir frá Hlemmi á laugardagsmorgnum. Að þeim standa Landssamtök hjólreiðamanna og verkefnið Hjólafærni. Fyrir-hjólari flesta laugardaga verður Árni Davíðsson hjólafærnikennari og formaður Landssamtaka hjólreiðamanna. Fyrsta ferðin var farinn laugardaginn 25. september 2010 en sú fyrsta eftir áramót og 11. í röðinni verður farinn laugardaginn 5. febrúar 2011. Síðan verður farið hvern laugardag fram á vor. Vikulegar upplýsingar birtast á Facebook undir hópnum Samgönguhjólreiðar.
Hvernig myndi Reykjavík líta út ef fleiri hjóluðu? Eða tækju strætó? Samtök um Bíllausan lífsstíl endurgerðu þann 19. júní fræga myndaseríu frá borginni Münster í Þýskalandi þar sem í forgrunni standa 70 manns, en að baki þeim þrír mismunandi ferðamátar, þ.e. 60 bílar, 70 hjól og einn strætó.
Page 8 of 12