Á laugardaginn 19. júní frá kl. 13 er tækifæri til að taka þátt í skemmtilegan gjörning á Melhaga í vesturbæ Reykjavíkur og endurgerð á frægri mynd. Myndin sýnir hversu mikið pláss við notum í umferðinni á reiðhjóli, í strætó eða á bíl. Hjólreiðamenn geta sennilega mætt aðeins seinna. Skráið ykkur til þátttöku, og fylgist með á myndumborg.tumblr.com eða á Facebook (sjá neðar).
{jathumbnail off}
Á ársþingi LHM 25. febrúar gafst mönnum kostur á að skrá sig til starfa í starfsnefndir, sem eiga að vinna að afmörkuðum verkefnum. Aðsókn var misjöfn en nægur þáttakendafjöldi var í nokkrum nefndum og hafa þær nú verið settar af stað. Starfsnefndirnar eiga að starfa sjálfstætt og hafa frumkvæði að sínum verkefnum. Þær þurfa að standa skil á næsta aðalfundi samtakanna.
Þeir sem hafa áhuga á að starfa í starfsnefnd geta haft samband við Árna formann LHM í
Starfsnefndirnar eru eftirfarandi:
Á vef Hjólað í vinnuna má sjá nokkur myndbönd frá því þegar Hjólaði í vinnuna 2010 var hjólað af stað. Þar má sjá myndbönd af ávörpum sem flutt voru við opnunina meðal léttara efnis.
Nýr liður hjá okkur eru skemmtilegar hjólaleiðir þar sem taldar eru upp ýmsar skemmtilegar hjólaleiðir á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Þau sem hafa séð bæklinginn Hjólreiðar - frábær ferðamáti kannast við sumar af leiðunum en hér eru þær fleiri og stefnt að því að bæta við þær.
Í ár er dagurinn tileinkaður líffræðilegri fjölbreytni, á ári líffræðilegrar fjölbreyttni.
Dagur umhverfisins er haldinn 25. apríl ár hvert en þann dag árið 1762 fæddist Sveinn Pálsson, fyrsti íslenski náttúrufræðingurinn. Hann var einna fyrstur til að hvetja til aðgerða gegn skógareyðingu á Íslandi og orðaði þá hugsun sem nú kallast sjálfbær þróun.
Ársþing LHM var haldið fimmtudaginn 25. febrúar í húsnæði Fjallahjólaklúbbsins að Brekkustíg 2. Dagskrá var hefðbundinn samkvæmt lögum félagsins.
Opinn fundur um hjólreiðamál
Þriðjudaginn 30. mars 2010 kl. 20:00
í Sal E, 3. hæð í húsi 4 hjá Íþrótta og Ólympíusambandi Íslands, Engjavegi 6 {jathumbnail off}
Eftir samskipti á "þekkingarvef Allianz" um öryggisatriði og um hjólreiðar sem raunhæfan valkost í samgöngum, fór það þannig að blaðamaður þar bað um viðtal við mig. Viðtalið snýr að þröskuldum fyrir hjólreiðar, ýmis konar ranghugmyndir og hvernig efla megi hjolreiðar:
Á ársþingi LHM þann 25. febrúar verða lagðar fram meðfylgjandi lagabreytingatillögur á lögum LHM. Þær voru unnar af stjórnarteyminu og snúa aðallega að því að gera þau skýrari, taka út úrelt og óþörf ákvæði. Einnig að láta þau endurspegla betur starfhætti samtakanna án þess að um neina eðlisbreytingar sé að ræða.
Page 10 of 12