Dr. BÆK í símatíma hjá Sirrý

mbl100426Hún Sirrý sem hefur jákvæðnina að leiðarljósi í þáttum sínum á sunnudagsmorgnum fékk Dr. BÆK í heimasókn til sín í þáttinn 25. júlí 2010. Þar komu og sátu fyrir svörum í símatíma Sesselja Traustadóttir, verkefnastýra Hjólafærni á Íslandi og Fjölnir Björgvinsson, formaður Íslenska fjallahjólaklúbbsins .

Heimsókn frá Dr. BÆK er hægt að panta hjá Sesselju á vefnum hjólafærni.is. Myndin birtist í Morgunblaðinu þegar dr. BÆK mætti við Norræna húsið í tilefni af degi umhverfisins en á henni er Árni Davíðsson formaður LHM með Sesselju.

Sirrý á  sunnudagsmorgnumÞáttinn má hlusta á hér í heild sinni eða það má færa bendilinn undir síðustu stafina í "sjónvarpsfréttir" fyrir ofan til að lenda á þessum hluta þáttarins. Ef þið fáið ekkert hljóð til að spilast má benda á að vefur RÚV virkar betur í Internet Explorer en sumum öðrum vöfrum.

 

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.