Frá http://myndumborg.tumblr.com :
Til er fræg ljósmyndasería frá þýsku borginni Münster sem sýnir hversu mikið pláss sextíu manns taka í borgarlandinu ef þeir ferðast á einkabílum, reiðhjólum og í strætó. Münster er um 200 þúsund manna borg í Vesturhluta Þýskalands, og er hún gjarnan kölluð hjólahöfuðborg Þýskalands.
Ljósmyndaserían er gjarnan notuð í umræðum um samgöngu- og skipulagsmál í borgum, því hún sýnir glöggt hversu mikið svæði bílarnir taka á götunum, þar með einnig hve mikið gæti áunnist ef stærri hluti fólks ferðaðist um með öðrum hætti. Slíkt myndi ekki aðeins stuðla að minni hljóð- og loftmengun, og gera göturnar öruggari, heldur einnig gera það að verkum að þeir sem sannarlega vilja og þurfa nota bíl, kæmust greiðar á milli staða.
Laugardaginn 19. júní ætla áhugamenn um borgarlíf ásamt Samtökum um bíllausan lífsstíl að endurtaka tilraunina frá Münster og standa fyrir hópmyndatöku á Melhaga í vesturbæ Reykjavíkur. Myndatakan hefst klukkan 13:00 og verða teknar myndir af götunni með 60 bílum, 60 reiðhjólum og 60 manns í strætó og 60 gangandi vegfarendum.
Við þurfum sjálfboðaliða og allir eru velkomnir. Það myndi auðvelda okkur mjög vinnuna ef fólk myndi skrá sig, annaðhvort á Facebook-síðu viðburðarins og/eða með því að senda tölvupóst á
Þetta er einstakur viðburður sem EKKI verður endurtekinn en öruggt má telja að ljósmyndin og myndbandið sem verður til, eigi eftir að vera notað lengi í umræðunni um borgar- og umhverfismál á Íslandi. Það er því um að gera að taka laugardaginn 19. júní frá!
Á bak við gjörningin og myndatakan standa Samtök um bíllausan lífsstíl. Kranabíll frá slökkviliðinu mun aðstoða ljósmyndarann (sem er fagmaður) að komast upp í rétta hæð.
Nánar :
http://www.facebook.com/event.php?eid=129599590394596
http://myndumborg.tumblr.com/
{jathumbnail off}