Málstofa "Myndum borg" 17.september

tumblr_l3rchndag61qcpohmo1_4001Hvernig myndi Reykjavík líta út ef fleiri hjóluðu? Eða tækju strætó? Samtök um Bíllausan lífsstíl endurgerðu þann 19. júní fræga myndaseríu frá borginni Münster í Þýskalandi þar sem í forgrunni standa 70 manns, en að baki þeim þrír mismunandi ferðamátar, þ.e. 60 bílar, 70 hjól og einn strætó.


Nú á samgönguviku verða myndirnar frumsýndar og af því tilefni stendur Bíllaus lífsstíll fyrir málþingi í Hafnarhúsinu, föstudaginn 17. september frá klukkan 15:00 til 17:00, sem ber titilinn Myndum borg.

Fyrirlesarar verða Jón Gnarr borgarstjóri, Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra, Gísli Marteinn Baldursson, Sigrún Helga Lund, Páll Hjaltason, Bergur Ebbi Benediktsson og Ólafur Mathiesen. Einnig verður sýnt stutt myndskeið um framkvæmd tilraunarinnar.

Við vonumst til að sjá ykkur sem flest, málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis.

Tími :                Föstudagur · 15:00 - 17:00
Staður :            Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu
Búinn til af :     Samtök um bíllausan lífsstíl

 

Fyrsti frétt á  LHM.is umsamgönguviku í ár  birtist í síðustu viku :

 http://www.lhm.is/hjolamenning/efling/551-baett-lif-mee-betri-samgoengumata

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.

Nýjustu umsagnir LHM og önnur skjöl