Bíllaus lífstíll - samgöngustefnum fyrirtækja veitt viðurkenning

stofnfundurEinn mikilvægasti viðburður samgönguvikunnar sem nú stendur yfir er kannski stofnun samtakanna um bíllausan lífstíl sem voru stofnuð 17. september í Ráðhúsi Reykjavíkur og mættu yfir hundrað manns á stofnfundinn. Við sama tækifæri veittu þau þremur aðilum viðurkenningar fyrir að setja sér samgöngustefnu og bjóða starfsfólki sínu hvata til að nota aðra samgöngukosti en einkabílinn.

Þau eru þverpólitískt félag fólks sem hefur það sameiginlega áhugamál að gera bíllausan lífsstíl að vænlegri kosti en nú er. Markmið félagsins er ekki að berjast gegn einkabílum eða bíleigendum, heldur einungis að stuðla að fjölbreyttari samgöngum og berjast fyrir því að jafnræðis sé gætt milli ólíkra samgöngukosta.  

Sigrún Helga Lund formaður.

Sigrún Helga Lund formaður flutti opnunakynningu.  

 

Fundarstjóri

 

 Pawel Bartoszek 

 Pawel Bartoszek

Anna Karlsdóttir gjaldkeri

Anna Karlsdóttir gjaldkeri og fulltrúi strætóhópsins flutti erindi um hvernig má gera strætó sexy.

Fulltrúi skipulagsnefndar

Fulltrúi skipulagshóps

Fulltrúi verðlaunanefndar

Fulltrúi verðlaunanefndar

 

viðurkenningar veittar

Fulltrúi frá Mannvit tekur við viðurkenningu fyrir samgöngustefnu sína sem um 20% starfsmanna hafa nýtt sér.

Fulltrúi frá Reykjavíkurborg

Fulltrúi frá Reykjavíkur borg tekur við viðurkenningunni en þeirra samningur hvetur til hjólreiða milli staða í vinnutíma.

Skólameistari FÁ

Skólameistari FÁ hafði náð bestum árangri með sínum samning sem 30% starfsmanna höfðu nýtt sér og að auki hafa nemendur skólans ekki lengur frían aðgang að bílastæðum skólans.

Skoðið vef samtakanna um bíllausan lífstíl og takið þátt í umræðunni þar. Félagsgjald er ekkert.

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.